Fara í efni

Human comedy myndlistarsýning í Gallerí Gróttu

Vytautas Narbutas opnar sýningu sína Human comedi miðvikudaginn 30. apríl kl. 17:00.
Miðvikudaginn 30.apríl opnar Vytas sýningu í Gallerí Gróttu sem ber heitið Human comedy og vísar til bókmenntaverks Dante´s, Diven Comedy.
 
Vytautas Narbutas er litháenskur listamaður sem hefur verið búsettur á Íslandi á þriðja áratug. Hann er helst þekktur fyrir framlag sitt í leikhúsi sem leikmynda- og búningahönnuður og hefur starfað um allan heim.
Myndlist og listsköpun hefur fylgt honum frá unga aldri og hefur hann haldið sýningar bæði í Litháen, Japan, Finnlandi, Færeyjum og á Íslandi.
 
Í verkum sínum leitast Vytautas við að skoða hina mannlegu sál þar sem innra með okkur fyrirfinnst paradís og helvíti. Á sýningunni er að finna verk máluð með akrýl, pastel og olíu sem og grafíkprent.
 
 
Heimasíða: www.vytasart.com
Instagram: vytasart
Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?