20. janúar - 10. febrúar
Til baka í yfirlit
Benedikt S. Lafleur myndlistarmaður opnar sýningu sína Landslag í mótun - óður til Grindavíkur í Gallerí Gróttu.
Landslag í mótun er sýning myndaskúlptúra sem listamaðurinn Benedikt S. Lafleur vann að eftir sjö
ára sjálfskipaða sköpunarútlegð í París, (1994-2001). Þá sagaði hann út tugi viðarfleka af ýmsum
stærðum og formum eftir því sem andinn blés honum í brjóst og málaði á þá, ýmist með olíu eða akrýl.
ára sjálfskipaða sköpunarútlegð í París, (1994-2001). Þá sagaði hann út tugi viðarfleka af ýmsum
stærðum og formum eftir því sem andinn blés honum í brjóst og málaði á þá, ýmist með olíu eða akrýl.
Sýningin er sérstakur óður til Grindavíkur sem skipar sérstakan sess í hjarta listamannsins. Skírskotunin
er tvíþætt: Annars vegar minnir hún á jarðhræringar og flekaumbreytingar á Grindavíkursvæðinu. Hins
vegar á erfiðleika- og umbrotatíma í lífi Benedikts þegar hann flutti búferlum frá Sauðárkróki til
Grindavíkur, í húsnæðis – og atvinnuleit, áður en hann settist endanlega að í Keflavík ásamt fjölskyldu
sinni.
er tvíþætt: Annars vegar minnir hún á jarðhræringar og flekaumbreytingar á Grindavíkursvæðinu. Hins
vegar á erfiðleika- og umbrotatíma í lífi Benedikts þegar hann flutti búferlum frá Sauðárkróki til
Grindavíkur, í húsnæðis – og atvinnuleit, áður en hann settist endanlega að í Keflavík ásamt fjölskyldu
sinni.
Grindvíkingar tóku sérstaklega vel á móti mér og ég hefði aldrei getað fótað mig hér fyrir sunnan,
ásamt fjölskyldu minni ef ekki hefði ég notið velvildar þeirra og sanngirni í samskiptum öllum.
ásamt fjölskyldu minni ef ekki hefði ég notið velvildar þeirra og sanngirni í samskiptum öllum.
Benedikt hefur staðið að fjórða tug myndlistarsýninga, bæði á Íslandi og í París. Hann hefur verið
mikilvirkur útgefandi um árabil og gefið út rúmlega fimmtíu ritverk, eftir bæði heimsþekkt skáld og lítt
þekkta rithöfunda. Eftir Benedikt liggja tuttugu frumsamin ritverk, einkum skáldverk, en einnig
þýðingar, bókmennta – og blaðagreinar, útvarpsþættir og aðkoma í kvikmynd og sjónvarpi, (sbr.
Sundið, eftir Jón Karl Helgason og Bitva ekstrasensov, úkraínsku sjónvarpsstöðvarinnar Ctb).
mikilvirkur útgefandi um árabil og gefið út rúmlega fimmtíu ritverk, eftir bæði heimsþekkt skáld og lítt
þekkta rithöfunda. Eftir Benedikt liggja tuttugu frumsamin ritverk, einkum skáldverk, en einnig
þýðingar, bókmennta – og blaðagreinar, útvarpsþættir og aðkoma í kvikmynd og sjónvarpi, (sbr.
Sundið, eftir Jón Karl Helgason og Bitva ekstrasensov, úkraínsku sjónvarpsstöðvarinnar Ctb).
Benedikt S. Lafleur er ekki síður þekktur fyrir sjósundsafrek sín, sem og rannsóknir og frumkvöðlastarf
í þágu íslenskra sjávarbaða. Þá hefur hann staðið að einkatímum, námskeiðahaldi og útgáfu í vestrænni
talnaspeki og þróað hana frekar undir nafninu Numerology Lafleur.
Sýningin er opin á afgreiðslutima bókasafnins.
í þágu íslenskra sjávarbaða. Þá hefur hann staðið að einkatímum, námskeiðahaldi og útgáfu í vestrænni
talnaspeki og þróað hana frekar undir nafninu Numerology Lafleur.
Sýningin er opin á afgreiðslutima bókasafnins.
ATH! Á opnunardeginum er gengið inn í Gallerí Gróttu frá Eiðistorgi. (Aðaldyr við bílastæði eða uppi við Örnu ís-og kaffibar).
Sýningin er til 10. febrúar 2024.