6. febrúar
Til baka í yfirlit
Safnanótt 6. febrúar 2026 - Takið daginn frá!
Tónlist – Tufti tröll - glóandi ævintýraheimur – bingó – ratleikur – vinningar – sýningar - föndur – pylsur og fullt af fjöri á safninu fyrir alla fjölskylduna!
Dagskrá Safnanætur frá kl. 16:00 – 19:00
Viðburðir eru ýmist í gangi allan tímann eða tímasettir með fyrirvara um að dagskráin geti hliðrast til.
Glóandi ævintýraheimur leikskólabarna
Elsa Nielsen sýnir #eináviku í Gallerí Gróttu
Föndurfjör
Vetrarratleikur og verðlaun
Pylsupartí
Frostpinnar
Trölla litamyndablöð
Kl. 16:15 - Tónstafir á safnanótt
Jazzband úr Tónlistarskóla Seltjarnarness leikur af fingrum fram
Kl. 16:45 – Tröllið Tufti og lifandi myndskreytingar
Brian Pilkington og tröllið Tufti verða með skemmtun og lifandi myndskreytingar.
Kl. 18:00 - bingó bingó og fjöldi vinninga
Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð á Seltjarnarnesi og höfuðborgarsvæðinu öllu. Nánari upplýsingar á seltjarnarnes.is