11. febrúar
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, opnar fundinn.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Þorsteinn R. Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna.
Stofnvegir, stokkar, göng og ljósastýring. Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Borgarlínan – hágæða almenningssamgöngukerfi. Atli Björn Levy, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar.
Nýtt leiðanet. Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri skipulags- og leiðarkerfis hjá Strætó.
100 km af göngu- og hjólastígum. Katrín Halldórsdóttir forstöðumaður hjóla- og göngustíga hjá Betri samgöngum.
Fyrirspurnir og umræður. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og frummælendur verða til svara.
Til baka í yfirlit
Opinn kynningarfundur fyrir íbúa um verkefni samgöngusáttmálans á Bókasafni Seltjarnarness 11. febrúar kl. 17:00
OPINN KYNNINGARFUNDUR UM VERKEFNI SAMGÖNGUSÁTTMÁLANS á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17:00-18:30.
Ríkið og sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu standa sameiginlega að Samgöngusáttmálanum — metnaðarfullri uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040.
Betri samgöngur og Vegagerðin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ efna til kynningarfundar um framkvæmdirnar, stöðu þeirra og framgang. Íbúar á Seltjarnarnesi eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefni Samgöngusáttmálans — betri og greiðari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru hagsmunamál okkar allra.
DAGSKRÁIN: 








Opinn fundur á Seltjarnarnesi um verkefni Samgöngusáttmálans
Kort af framkvæmdum, myndir og upplýsingar má nálgast í nýrri upplýsingagátt Samgöngusáttmálans Verksja.is