15. nóvember - 6. desember
Til baka í yfirlit
Elín Þ. Rafnsdóttir opnar einkasýningu sína Yfirborð og undirdjúp. Verkin eru olíumálverk og blekmyndir, sem endurspegla áferð jarðar, hreyfingu vatns og litasamspil.
Elín Þ. Rafnsdóttir opnar einkasýningu sína Yfirborð og undirdjúp.
Verkin eru olíumálverk og blekmyndir, sem endurspegla áferð jarðar, hreyfingu vatns og litasamspil.
Elín lauk listnámi í skúlptúr í Danmörku og Bandaríkjunum og kenndi myndlist í 35 ár áður en hún helgaði sig alfarið sköpuninni. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.
Yfirborð og undirdjúp markar nýjan kafla í listsköpun Elínar.