Fara í efni

Bæjarráð

01. desember 2016

Bæjarráð fundur nr. 41

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 1. desember og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2016050162.

  Frístund.

  Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkir tillögur ráðgjafa Capacent að nýju skipulagi varðandi þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ utan skólatíma.

  Helstu rök breytinganna samkvæmt tillögu Capacent eru meðal annars að með því að auka samþættingu og samfellu í þjónustu við börn utan skólatíma enn frekar með því að færa faglega og rekstrarlega ábyrgð á þjónustunni á eina hendi, er verið að einfalda skipulagið. Betri heildarsýn mun nást yfir málaflokkinn og stefnumótun verði markvissari þegar um einn ábyrgðaraðila er að ræða.

  Lagt er til að starfsemin falli öll undir fræðslusvið og að fræðslustjóri beri ábyrgð á rekstrinum, starfsmannahaldi og starfsþróun, þjónustuframboði og þróun þjónustunnar.

  Verkefnum Félagsmiðstöðvarinnar og Skjólsins verða því sameinuð undir heitinu ,,Frístundamiðstöð“. Æskulýðsfulltrúi mun leiða starf ,,Frístundamiðstöðvar“ og vinni með fræðslustjóra að mótun og útfærslu ofangreindra breytinga sem fram koma í tillögu Capacent.


  Tillaga Capacent samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjóra falið gera viðeignadi breytingar á skipuriti bæjarins frá 1. janúar 2017 en þá taki breytingin gildi ásamt nýjum starfslýsingum.

  Guðmundur Ari Sigurjónsson, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna tengsla við málefnið.

 2. Málsnúmer 2016100065.

  Rekstraráætlun Sorpu 2017-2012.

  Lögð fram.

 3. Málsnúmer 2016110023.

  Bréf Borgarleikhúsins dags. 31.10.2016 um ósk um viðræður og stuðning.

  Lagt fram. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

 4. Ályktun frá FT kennurum og stjórnendum í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

  Bæjarstjóri upplýsti um fund hennar og bæjarfulltrúa með kennurum tónlistskólans í liðinni viku. Bæjarráð tekur undir sjónarmið stjórnenda að samningaviðræður hafa dregist allt of lengi og felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum stjórnenda og kennara á framfæri innan SSH.

 5. Áskorun grunnskólakennara á Seltjarnarnesi um kjaramál, dags. 09.11.2016.

  Lögð fram áskorun grunnskólakennara til sveitarfélaga um að þegar verði gengið að kröfum kennara um gerð kjarasamnings. Bæjarstjóri sagði frá fundi með kennurum um stöðu mála og afhendingu áskorunarinnar. Bæjarráð fagnar að nú hafi samningsaðilar komist að samkomulagi um nýjan samning fyrir grunnskólakennara sem nú verði kosið um.

 6. Málsnúmer 2016110017.

  Bréf SSH um tillögu að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14.11.16.

  Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborarsvæðinu dags. 14.11.2016, tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðaráætlun vegna vinnu við 1. áfanga við mótun verkefnisins, fram til maíloka 2017 kr. 589.627.-.

  Bæjarráð samþykkir að leggja við bæjarstjórn að samþykkja aðild að samningnum enda verði hann samþykktur í öllum aðildarsveitarfélögunum. Er bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

  Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að ríkisvaldið komi að eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu að uppbyggingu Borgarlínu.

 7. Málsnúmer 2016110046.

  Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða

  Félagsmálastjóri upplýsti um biðlista eftir félagslegu húsnæði. Bæjarráð óskar eftir að félagsmálastjóri yfirfari reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Umsóknir verði með rafræmu formi og endurnýjaðar árlega. Félagsmálastjóri kynni drög að nýjum reglum um úthlutun fyrir fjölskyldunefnd og bæjarráði fljótleg á nýju ári.

 8. Málsnúmer 2015050241.

  Hrólfsskálamelur 1-5.

  Lagt fram svarbréf Landslaga dags. 14.10.2016 við erindi KRST lögmanna dags. 13.7.2016, þar sem bótaábyrgð er hafnað og upplýst um að Seltjarnarnesbær mun ekki standa að dómkvaðningu matsmanna.

  Samþykkt.

 9. Málsnúmer 2016030084.

  Hjúkrunarheimili.

  Úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 1. nóvember 2016 varðandi útboð Seltjarnarnesbæjar nefnd ,,Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi“, lagt fram.

  Fjármálastjóri upplýsti um niðurstöðu skoðunar sem var: Ákvörðunarorð: Stöðvun samningsgerðar milli Seltjarnarnesbæjar og LNS Sögu ehf., á grundvelli útboðsins ,,Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi“ er aflétt.

 10. Málsnúmer 2016100033.

  Lindarbraut 2.
  Fjármálastjóri upplýsti um sölu íbúðar. Bæjarráð staðfestir sölu.

 11. Málsnúmer 2016100034.

  Austurströnd 4.

  Fjármálastjóri upplýsti um kaup íbúðar við Austurströnd 4. Bæjarráð staðfestir kauptilboð.

 12. Málsnúmer 2016110063.

  Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2017.

  Bæjarráð staðfestir nýja gjaldskrá.

 13. Málsnúmer 2016110045.

  Þróunarverkefni – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu Seltjarnarnesbæjar.

  VIRK starfsendurhæfingarsjóður óskar eftir að gera samstarfsyfirlýsingu um þátttöku bæjarins í þróunarverkefninu – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu. Samþykkt að fara í þetta samstarf til vorsins 2018.

 14. Málsnúmer 2016120012.

  Apple ráðstefna í Evrópu.

  Umsókn hefur borist frá KPJ dags. 19.11.2016 um styrk vegna námsráðstefnu um notkun tækni í skólastarfi. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

 15. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 31. október 2016.

  Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu tíu mánuði ársins. Fleira ekki tekið fyrir.

  Fundi slitið kl.09:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?