Fara í efni

Bæjarráð

26. janúar 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 26. janúar, 2017 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 5 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri.

Undir lið nr 3 vék Guðmundur Ari Sigurjónsson af fundi.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2017010129.

  Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 19.01.2017 varðandi nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit hjá Mannvirkjastofnun.

  Lagt fram.

 2. Málsnúmer 2017010158.

  Erindi frá SKK dags. 25.01.2017 varðandi framleiðslu sjónvarpsþáttar.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, málinu frestað til næsta fundar.

 3. Málsnúmer 2017010053.

  Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga

  Bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu dags. 12.01.2017 beiðni um styrk.

  Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.- styrk í verkefnið.

 4. Málsnúmer 2017010152.

  Bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 21.11.2016 umsögn um rekstrarleyfi gistileyfi/heimagisting.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið.

 5. Málsnúmer 2016110046/2017010058.

  Drög að endurskoðuðum reglum Seltjarnarnesbæjar um úthlutun félagslegra leiguíbúða lögð fram.

  Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri lagði fram drög að endurskoðun sem samþykkt voru á fundi fjölskyldunefndar nr. 409, fimmtudaginn 19.01.2017.

  Bæjarráð vísar nýjum reglum til staðfestingar í bæjarstjórn.

 6. Málsnúmer 2017010128.

  Umsókn um styrk.

  Erindi frá nemendum á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri varðandi verkefni ,,Einn blár strengur“.

  Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 30.000.- með fyrivara um að ráðstefnan verði haldin.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl.17:59

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?