Fara í efni

Bæjarráð

09. febrúar 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 9. febrúar, 2017og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2015030051.

    Ráðgjafarsamningur vegna stækkunar fimleikahús og íþróttamiðstöðvar á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjóri kynnti drög að samningi varðandi ráðgjafarþjónustu vegna endurnýjunar á íþróttamiðstöð og stækkun á fimleikaaðstöðu samkvæmt tillögu nefndar frá júlí 2013. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  2. Málsnúmer 2017010158.

    Erindi frá SKK dags. 25.01.2017 varðandi framleiðslu sjónvarpsþáttar.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, samþykkt að fara í verkefnið m.v. umræður á fundinum.

  3. Málsnúmer 2017010095.
    Erindisbréf – Starfshópur um starfsaðstæður grunnskólakennara.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu.

  4. Málsnúmer 2017020047.

    Málefni fatlaðs fólks minnisblað um fjárhagsgrundvöll.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og lagði fram minnisblað frá KPMG. Bæjarráð telur rétt að greina starfsemi og verkefni félagsmálasviðs með framtíðarfyrirkomulag í huga. Aukin ábyrgð og verkefni hafa flust á sviðið m.a. með yfirfærslu málefna fatlaðs fólks, byggingu hjúkrunarheimilis og breytinga í starfsmannahaldi. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og skila greinargerð 15. apríl nk.

  5. Málsnúmer 2013030001.

    Safnatröð 5.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og viðræðum við fjármálaráðuneytið. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  6. Málsnúmer 2016110060.

    Umsókn um styrk.

    Bréf Yrkjusjóðs Skógræktarfélags Íslands dags. 22.11.2016, beiðni um styrk vegna ársins 2017. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 50.000.-.

  7. Málsnúmer 2016110022.

    Umsókn um styrk.

    Bréf Neytendasamtakanna dags. 17.11.2016 beiðni um styrk vegna ársins 2017. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 50.000.-.

  8. Málsnúmer 2017010024.

    Endurvinnsla heimilisúrgangs árið 2020.

    Bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.12.2016 varðandi markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020.

    Lagt fram.

  9. Málsnúmer 2017010024.

    Endurvinnsla heimilisúrgangs.

    Bréf Sorpu bs. dags. 09.01.2017 varðandi bréf Umhverfisstofnunar til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu dags. 29.12.2016.

    Lagt fram.

  10. Málsnúmer 2017020053.

    Endurskoðun samninga við Fjölís af afnot af höfundarvernduðu efni.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 07.02.2017, endurskoðun samninga við Fjölís. Fyrirmynd af samningum sem og minnisblað lagt fram. Málið vísað til Soffíu Karlsdóttur sviðstjóra Menningarsviðs.

  11. Málsnúmer 2016030028.

    Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarráð staðfestir nýja skjalastefnu og felur fjármálastjóra að upplýsa svið bæjarins og kynna fyrir bæjarráði í lok maí verklag nýrrar skjalstefnu og útfærslu hennar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?