Fara í efni

Bæjarráð

23. febrúar 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 23. febrúar, 2017og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2017020047.

    Málefni fatlaðs fólks.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir staðsetningum fyrir heimili á sambýli fyrir fatlað fólk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tvær lóðir við Kirkjubraut verði skipulagðar fyrir heimili fyrir fatlað fólk. Bæjarstjóra falið að undirbúa ferlið og vísað til afgreiðslu í skipulags- og umferðanefnd og umsagnar umhverfisnefndar.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl. 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?