Fara í efni

Bæjarráð

09. mars 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 9. mars, 2017og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2017030006.

  Íþróttafélagið Grótta 50 ára afmæli.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að veita félaginu afmælisgjöf í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjóra falið málið.

 2. Málsnúmer 2017020082.

  31.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.03.2017.

  Bréf um um kjörna landsþingsfulltrúa 2014-2018 lagt fram.

 3. Málsnúmer 2017020045.
  Suðurströnd 10.
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að senda drög lögmanns bæjarins sem svar við bréfi Lex lögmannsstofu dags. 31.01.2017.

 4. Málsnúmer 2017020008.
  Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa fimleikadeildar.
  Erindi frá ÍTS dags. 26.01.2017 sent til bæjarráðs til umfjöllunar. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu ÍTS.

 5. Málsnúmer 20170200056.

  Bréf Seltjarnarneskirkju dags. 8.2.2017 lagt fram. Bæjarstjóra falið að ræða við sóknarnefnd um endurskoðun á samningi.

 6. Málsnúmer 2013030001.

  Bæjarstjóri upplýsti um fund með forsætisráðherra 01.03.2017 varðandi Lækningaminjasafn. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

 7. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 28. febrúar 2017.

  Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu tvo mánuði ársins.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?