Fara í efni

Bæjarráð

23. mars 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 23. mars, 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Árni Einarssom vék af fundi undir lið 3.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2017030093.

  Endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðva.

  Bréf SSH dags. 21.03.2017 um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðva sveitarfélaganna. Bæjarráð tilnefnir í starfshóp SSH Gísla Hermannsson sviðsstjóra Umhverfissviðs.

 2. Málsnúmer 2017010137.

  Erindi frá Skólanefnd varðandi umsókn um stuðning.

  Minnisblað fræðslustjóra lagt fram varðandi heimild að veita stuðning við barn í Leikskóla Seltjarnarness fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir erindi fræðslustjóra, sex stundir á dag.

 3. Málsnúmer 2016120067.

  Bréf Krabbameinsfélagsins dags. 21.12.2016 um framlag til starfsemi sinnar.

  Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.-.

 4. Málsnúmer 2017030071.

  Bréf Eirar ses. dags. 10.03.2017 varðandi tilnefningu í fulltrúaráð Eirar til fjögurra ára.

  Bæjarráð tilnefndir eftirtalda fulltrúa:

  Aðalmenn Jónína Þóra Einarsdóttir, Jóhanna Runólfsdóttir og Sigurþóru Bergsdóttur

  Varamenn Ásta Sigvaldadóttir, Sigríður Sigmarsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttur.

 5. Málsnúmer 2017030065.

  Gatnagerðargjöld

  Bæjarstjóri lagði fram tillögu að breytingu á samþykkt bæjarins um gatnagerðargjöld og nýja gjaldskrá og leggur til að hún taki gildi frá 1. júní 2017. Bæjarráð samþykkir nýja samþykkt og tillögu um gjaldskrá frá 1. júní 2017 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

 6. Málsnúmer 2017030053.

  Greiðslur til stuðningsfjölskyldna

  Félagsmálastjóri gerði grein fyrir tillögu að hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna sem kynnt var á fundi fjölskyldunefndar nr. 411. Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna fatlaðra einstaklinga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

 7. Málsnúmer 2017030101.

  Stefnumótun í þjónustu við fatlað fólk á Seltjarnarnesi.

  Félagsmálastjóri fór yfir umræður sbr. fundargerð fjölskyldunefndar frá 14.03.2017 undir lið 1. Bæjarráð ákveður að skipa starfshóp til að vinna tillögur að stefnu í þessum málaflokki fyrir bæjarráð og fjölskyldunefnd. Skipan hópsins ákveðin á næsta fundi bæjarstjórnar.

 8. Málsnúmer 2017030053.

  Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis um stefnumótun Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum, dags. 28.02.2017.

  Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í stofnunum og nefndum bæjarins sem starfa á sviði barna og ungmenna.

 9. Málsnúmer 2017030061.

  Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla.

  Bréf Nótunnar dags. 15.02.2017 varðandi uppskeruhátíð tónlistarskóla sem haldin verður í Hörpu 2. apríl nk. beiðni um styrk. Bæjarráð samþykkir kr. 35.000.-.

 10. Málsnúmer 2016030084.

  Kærunefnd útboðsmála.

  Bréf Kærunefndar útboðsmála, dags. 9.3.2017 lagt fram, en þar kemur fram að öllum kröfum Jáverks ehf., vegna útboðs varnaraðila Seltjarnarnesbæjar varðandi Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi er hafnað.

 11. Málsnúmer 2017030031.

  Nordjobb sumarstörf 2017.

  Bréf Nordjobb dags. 6.3.2017 þar sem óskað er eftir að bærinn taki þátt í verkefninu fyrir sumarið 2017. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni að þessu sinni.

 12. Málsnúmer 2017030030.

  Bréf Selkórsins dags. 7.3.2017 um áframhaldi samstarf.

  Lögð var fram tillaga að samstarfssamningi og Soffíu Karlsdóttur menningar- og samskiptafulltrúa falið að ræða við formann Selkórsins.

 13. Málsnúmer 2017030029.

  Erindi Landlæknis um heilsueflandi samfélag, dags. 7.3.2017.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi að þátttöku bæjarins í vinnustofu um heilsueflandi samfélag en Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi mun halda utan um verkefnið. Kynningarbréf lagt fram, hér er um mjög áhugavert málefni að ræða.

 14. Málsnúmer 2017030003.

  Rafrænt íbúalýðræði.

  Á fundi bæjarstjórnar nr. 847 var samþykkt að fara í rafrænt íbúalýðræði frá 1. janúar 2018, verkefninu vísað til bæjarráðs til frekari útfærslu. Bæjarráð felur fjármálastjóra að innleiða verkefnið m.v. verkefnalýsingu í skýrslu nefndarinnar og kynna áfanga á stöðu verkefnisins á fundum bæjarráðs fram að næstu áramót.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?