Fara í efni

Bæjarráð

06. apríl 2017

Bæjarráð fundur nr. 50

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 6. apríl , 2017og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 2 mætti Baldur Pálsson fræðslustjóri

Undir lið nr. 3 mættu Þóra Þorsteinsdóttir og Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2017040006.

  Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

  Lagt fram. Fjármálastjóri mun svara erindinu.

 2. Málsnúmer 2017030024.

  Erindi frá fræðslustjóra varðandi úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018.

  Fræðslustjóri fór yfir greinargerð varðandi úthlutun til starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra að reiknilíkani fyrir næsta skólaár.

 3. Málsnúmer 2017020047.

  ÁS styrktarfélag.

  Framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, Þóra Þorsteinsdóttir mætti á fund bæjarráðs og sagði frá starfsemi félagsins. Samþykkt að fela bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsingu að komið verði upp í sveitarfélaginu búsetukjarna með 5-6 íbúðum sem sérstaklega eru gerðar fyrir sértæka búsetu samkvæmt reglugerðum nr. 1054/2010.

 4. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 28. febrúar 2017.

  Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu tvo mánuði ársins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?