Fara í efni

Bæjarráð

24. ágúst 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 24. ágúst og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 sat Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Sigrún Edda Jónsdóttir vék af fundi undir lið 1.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2017080460.

  Grunnskóli Seltjarnarness - ritfangakaup.

  Fyrirspurn frá minnihluta bæjarstjórnar.

  1. Hver tók ákvörðun um hvaða fyrirtækjum skyldi boðið að gera tilboð og á hvaða forsendum byggðist það val?

  Svar: Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness ákváðu hvert leitað væri eftir tilboðum. Ákvörðun þeirra byggði á því hvaða aðilar hafa boðið skólum hagstætt verð á undanförnum árum á þeim vörum sem átti að kaupa.

  2. Hvers vegna var ekki leitað til allra stærri fyrirtækja á þessum markaði?

  Svar: Sjá svar við spurningu 1.

  3. Hver tók ákvörðun um val á tilboði?

  Svar: Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness.

  4. Var leitað ráðgjafar einhverra við gerð tilboðsgagna og val á tilboðinu sem tekið var? Innan eða utan bæjarkerfisins?

  Svar: Nei, miðað við umfang kaupanna var ekki talin þörf á að leita ráðgjafar að þessu sinni. Við val á tilboðinu sem gengið var að, var litið til þess að það var hastæðast skólanum og sveitarfélaginu.

  5. Kom formaður skólanefndar með einhverjum hætti að þeim þáttum sem nefndir eru hér á undan?

  Svar: Nei.

  Einnig var lagt fram minnisblað fræðslustjóra varðandi þessa fyrirspurn.

 2. Málsnúmer 2017080454.
  Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins.
  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.02.2017 varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Lagt fram.

 3. Málsnúmer 2017080461.

  Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.08.2017 varðandi uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila . Lagt fram.

 4. Málsnúmer 2016110017.

  Innleiðing hágæða almenningssamgangna - Borgarlínu.

  Bréf Minjastofnunar Íslands vegna Borgarlínu. Lagt fram.

 5. Málsnúmer 2016040004.

  Nes I.

  Bæjarráð samþykkir kaup úr landi Nesja I fastanúmer 117875, 2,1586% af 16 he lóð á Seltjarnarnesi. Kaupverð 6 mkr. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi.

 6. Málsnúmer 2017070130.

  Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi.

  Lagt fram umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi Eiðismýri 20, sótt er um leyfi fyrir minni gistiheimili í flokki II. Bæjarráð samþykkir.

 7. Málsnúmer 2017070044.

  AFA JCDecaux biðskýli.

  Bréf AFA JCDecaus dags. 23.06.2017 varðandi uppsögn á samningi um biðskýli, samkvæmt samning við bæinn frá 1. júlí 1998. Lagt fram.

 8. Málsnúmer 2017070005.

  Samstarfssamningur við sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju.

  Bæjarráð samþykkir nýjan samstarfssamning við sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju til næstu 4 ára, 2018-2021. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum.

 9. Málsnúmer 2017070006.

  Landssöfnun Vinátta í verki vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi 18. júlí sl.

  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.06.2017 varðandi styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki, lagt fram. Samþykkt að styrkja verkefnið að fjárhæð kr. 150.000.- .

 10. Málsnúmer 2017060072.

  Opnunartími sundlaugar.

  Erindi frá ÍTS dags. 22.06.2017 varðandi lengingu á opnunartíma sundlaugar lagt fram. Bæjarstjóra falið að yfirfara kostnaðarútreikning vegna lengingar á opnunartíma og einnig kjarasamninga m.t.t. vaktafyrirkomulags. Erindinu vísað til ÍTS og óskað eftir tillögum fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018.

 11. Málsnúmer 2017050012.

  Bréf Golfklúbbs Ness dags. 27.04.2017 varðandi Búðastjörn.

  Erindinu var vísað til umhverfisnefndar, umsögn umhverfisnefndar lögð fram. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.

 12. Málsnúmer 2017020057.

  Þjónustumiðstöð, lageraðstaða.

  Lagt fram minnisblað Gísla Hermannssonar sviðstjóra Umhverfissviðs varðandi greiningu á aðstöðu undir lager, tækjabúnað og þjónustumiðstöð.

 13. Málsnúmer 2015110048.

  Fræðslu- og söguskilti á Seltjarnarnesi.

  Fyrirliggjandi tillögur að fræðslu- og söguskilta á Seltjarnarnesi ræddar. Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum.

 14. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. júní 2017.

  Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sex mánuði ársins.

Fundi var slitið kl.: 10:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?