Fara í efni

Bæjarráð

01. mars 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 1. mars 2018, og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Enn fremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Á fundinn mætti einnig undir lið nr.6 Eva Einarsdóttir formaður ÍTR ,Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, og Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi og nefndarmaður í stjórn Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2018020225.

  Styrktarsjóður EBÍ 2018.

  Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dag. 21.02.2018 varðandi styrktarsjóð EBÍ 2018, lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra.

 2. Málsnúmer 2018020068.
  Ljóskastarahús við Urð á Seltjarnarnesi.
  Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 31.01.2018 varðandi undirbúning við friðlýsingu á Ljóskastarahúsi við Urð, lagt fram.

 3. Málsnúmer 2018010326.

  Sjóvarnargarður við braut nr. 8 á Nesvelli.

  Erindi sent frá skipulags- og umferðarnefndar til bæjarráðs til skoðunar. Óskað er eftir hliðrun brautar austast við Suðurnes. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu frá Nesklúbbnum.

 4. Málsnúmer2018020117.

  Breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu og verklagsreglum um félagslega heimaþjónustu.

  Bréf félagsmálastjóra 8.2.2018 varðandi samþykkt fjölskyldunefndar 25.01.2018 varðandi félagslega heimaþjónustu, lagt fram. Bæjarráð samþykkir ofangreindar reglur.

 5. Málsnúmer 2017110224.

  Bréf sóknarnefndar Seltjarnarness.

  Bréf sóknarnefndar dags. 16.11.2017 varðandi svæði fyrir kirkjugarð rædd, bæjarstjóri lagði fram gögn til upplýsinga, bæjarstjóra falið að kynna minnisblaðið fyrir sóknarnefnd.

 6. Kynning

  Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

  Framtíðarsýn til ársins 2030. Eva Einarsdóttir formaður ÍTR og Magnús Árnason fóru yfir stefnumótun, uppbyggingu og framtíðarsýn á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, sem kynnt hafði verið fyrir stjórn SSH í febrúar 2018. Bæjarráð þakkar Evu og Magnúsi greinargóða yfirferð.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?