Fara í efni

Bæjarráð

22. mars 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 22. mars 2018, og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Á fundinn mætti einnig undir lið 3. Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis og Haukur Geirmundsson, sviðstjóri, undir lið 1. Guðný Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG og Karen Huld Gunnarsdóttir aðalbókari.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2018030102.

    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2017.

    Guðný Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi frá KPMG og Karen Huld Gunnarsdóttir aðalbókari bæjarins, mættu á fund bæjarráðs. Guðný Guðmundsdóttir gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2017, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017, samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 11. apríl og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 9. maí 2018.

  2. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu – niðurstöður samráðshóps SSH og Vegagerðarinnar.

    Bæjarstjóri upplýsti að Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins hefði mætt miðvikudaginn 14. mars kl. 16:30 og kynnt fyrir bæjarfulltrúum niðurstöður samráðshóps SSH, Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til 2030.

  3. Málsnúmer 2017020104.

    Þjóðminjasafn.

    Bæjarstjóri lagði fram drög að endurnýjun á samkomulagi við Þjóðminjasafnið um sýningarhald í Nesstofu frá Þjóðminjasafninu. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

  4. Málsnúmer 2018030128.

    Framlag til stjórnmálasamtaka.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2018. Fjármálastjóra falið að skipta fjárhæðinni í rétt hlutföll.

    Samtals kr. 1.000.000.-

  5. Málsnúmer 2017020104.

    Heilsueflandi samfélag.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis ásamt Hauki Geirmundssyni, sviðstjóra kynntu verkefnið Heilsueflandi samfélag. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?