Fara í efni

Bæjarráð

13. september 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 13. september 2018, og hófst hann kl. 08:10

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Enn fremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 7 mætti Baldur Pálsson

Undir lið nr. 2 mætti María Björg Óskarsdóttir

  1. Málsnúmer 2018080656.

    Tilkynning um fasteignamat 2019.

    Bréf Þjóðskrá Íslands dags. 27.08.2018 varðandi endurmat fasteigna á Seltjarnarnesi m.v. 31. maí ár hvert. Fasteignamat skal endurspegla gangverð miðað við síðastliðinn febrúarmánuð. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31.12.2018, sbr. 32. gr. a laga, nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna. Bæjarráð samþykkir að við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019 verði með sömu forsendum og fyrir árið 2018.

  2. Félagsheimili Seltjarnarnesbæjar.

    Sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs MBÓ gerði grein fyrir núverandi rekstrarfyrirkomulagi. Bæjarráð felur sviðstjóra að vinna áfram málið.

  3. Málsnúmer 2018080631.

    Bæjarstjóri leggur til að hafinn verði vinna við endurskoðun á erindisbréfum nefnda en núverandi erindisbréf voru samþykkt árið 2013. Baldri Pálssyni sviðstjóra verði falið verkefnastjórn og honum falið að ræða við sviðstjóra bæjarins. Lagt er til að endurskoðun liggi fyrir 1. febrúar 2019.

  4. Málsnúmer 2018080618.

    Siðareglur kjörinna fulltrúa skal endurskoðuð og samþykkt í upphafi kjörtímabils. Bæjarráð staðfestir að nýju fyrirliggjandi siðareglur útg.1 með einni breytingu að Seltjarnarneskaupstaður verði breytt í Seltjarnarnesbæ.

  5. Málsnúmer 2018080589.

    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 22.08.2018, varðandi aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Erindinu er vísað til skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

  6. Málsnúmer 2018050359.

    Samkeppni um nýjan leikskóla.

    Baldur Pálsson fræðslustjóri, kynnti tillögu dómnefndar að keppnislýsingu í samkeppni um byggingu nýs leikskóla á reit S3 við Suðurströnd/Nesveg. Bæjarráð samþykkir keppnislýsingu og vísar henni til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar og skólanefndar. Fræðslustjóra falið að kynna tillögur fyrir þessum nefndum. Keppnislýsingin verður síðan samþykkt í bæjarráði að því loknu.

  7. Hálfsársuppgjör bæjarins.

    Fjármálastjóri kynnti sex mánaða rekstraruppgjör bæjarins janúar til júní 2018. Bæjarráð óskar eftir að samandregið óendurskoðað uppgjör sem nú hefur verið kynnt verði birt í framhaldinu á heimasíðu bæjarins.

  8. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2019 (2019-2022) forsendur og verkferlar.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og verkferlum við undirbúning fjárhagsáætlunar og samráði við sviðstjóra bæjarins. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 verður lögð fram í bæjarráði 1. nóvember nk.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?