Fara í efni

Bæjarráð

18. október 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 18. október 2018, og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 mætti Baldur Pálsson fræðslustjóri.

Undir lið nr. 2 mætti Jónas Hlynur Hallgrímsson ráðgjafi hjá Eflu.

Undir lið nr. 3 og 4 mætti María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri Menningar- og samskiptasviðs.

 1. Málsnúmer 2018050359.

  Samkeppni um nýjan leikskóla.

  Tillaga dómnefndar á keppnislýsingu í samkeppni um byggingu nýs leikskóla á reit S3 við Suðurströnd/Nesveg. Frestað til næsta fundar.

 2. Málsnúmer 2018090136.

  Lögð fram húsnæðisáæltun Seltjarnarnesbæjar sem ráðgjafafyrirtækið Efla hefur unnið fyrir bæinn. Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma. Jónas Hlynur Hallgrímsson ráðgjafi hjá Eflu fór yfir skýrsluna. Bæjarráð þakkar ráðgjöfum Eflu fyrir góða samantekt. Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlunina og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Einnig er óskað eftir að fjármálastjóri sjái til þess að upplýsingar í greiningagrunni skýrslunnar verði birtar á heimasíðu bæjarins í töflum og að þær verði uppfærðar breytast forsendur í töflunum.

 3. Málsnúmer 2017100128.

  Félagsheimili Seltjarnarnesbæjar.

  Sviðstjóri Menningar- og samskiptasviðs MBÓ gerði grein fyrir núverandi rekstrarfyrirkomulagi og tillögum til úrbóta. Frestað til næsta fundar.

 4. Málsnúmer 2015100090.

  Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri mætti á fund bæjarráðs og upplýsti um stöðu verkefnisins. Bæjarráð felur Maríu Björk að vinna áfram með málið með Alta ráðgjafafyrirtækinu.

 5. Málsnúmer 2018100112.

  Lagt fram bréf SEJ fyrir hönd bæjarstjórnar til Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og Strætó bs., vegna fyrirspurnar á bæjarstjórnarfundi 3.10.2018 varðandi tengingu strætóleiða við grandann frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ Reykjavíkur.

 6. Málsnúmer 2018100003.

  Bréf Skógarmanna KFUM dags. 30.09.2018 varðandi styrkbeiðni við byggingu á Birkiskála í starfsemi samtakanna í Vatnaskógi. Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.-.

 7. Málsnúmer 2018090301.

  Bréf Skógræktarfélags Íslands dags. 13.9.2018, varðandi erindi um ,,Græna trefilinn“ vinnu skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram.

 8. Málsnúmer 2018090299.

  Bréf Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og ÖBÍ um styrk fyrir ,,Samveru og súpu“ verkefninu, en verkefnið hóps árið 2005. Bæjarráð samþykkir kr. 30.000.-.

 9. Málsnúmer 2018090280.

  Bréf Kiwanisklúbbs Hraunborgar dags. 26.9.2018, beiðni um styrk fyrir verkefninu ,,Rósin- Söngbók heldri borgara“. Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.

 10. Málsnúmer 2018090138.

  Bréf MS- félagsins á Íslandi dags 1.9.2018, beiðni um styrk til viðhaldsframkvæmda á húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Bæjarráð samþykkir kr. 80.000.-.

 11. Málsnúmer 2018090087.

  Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma fyrir árið 2017 lögð fram.

 12. Málsnúmer 2018090088.

  Ársreikningur Sorpu 2018 – árshlutareikningur janúar – júní 2018 lagður fram.

 13. Málsnúmer 2018100048.

  Bæjarstjóri lagði fram erindisbréf neyðarstjórnar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018-2022. Bæjarráð styður þessa tillögu, Baldri Pálssyni fræðslustjóra falið að vera tengiliður bæjarins við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varðandi neyðarstjórn bæjarins.

 14. Málsnúmer 2018100094.

  Bæjarstjóri lagði til að farið yrði í samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínunnar um öryggismyndavélakerfi. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

 15. Málsnúmer 2018030102.

  Bréf EFS Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 08.10.2018. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

 16. Málsnúmer 2018100080.

  Íþróttamiðstöð, bæjarstjóri fór yfir mistök arkitekta við hönnun hússins og tillögu arkitekta að lausn. Bæjarstjóri upplýsti hvar málið væri stætt.

 17. Hjúkrunarheimili.

  Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir og stöðu verkefnisins.

 18. Bjarg.

  Bæjarstjóri fór yfir umræður í fjölmiðlum síðustu daga.

 19. Átta mánaða uppgjör bæjarins.

  Fjármálastjóri kynnti átta mánaða uppgjör bæjarins janúar til ágúst 2018. Fjármálastjóri fór enn fremur yfir yfirlit lána og hvernig nettó skuldastaða bæjarins mun breytast í ár og 2019, og samanburð við 2017.

  Fleira ekki tekið fyrir.

  Fundi slitið kl. 10:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?