Fara í efni

Bæjarráð

08. nóvember 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 8. nóvember, 2018, og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

  1. Málsnúmer 2018050359.

    Samkeppni um nýjan leikskóla.

    Gestur Ólafsson formaður dómnefndar mætti á fund bæjarráðs. Farið var yfir tillögu dómnefndar á keppnislýsingu í samkeppni um byggingu nýs leikskóla á reit S3 við Suðurströnd/Nesveg. Bæjarráð samþykkir keppnislýsingu vegna tveggja þrepa samkeppni um byggingu nýs leikskóla á reit merktum S3 í aðalskipulagi bæjarins sbr. 6. gr. samnings Seltjarnarnesbæjar og Arkitektafélags Íslands um samkeppnishald. Umsögn skipulags- og umferðarnefndar er vísað til dómnefndar til skoðunar. Lagt er til að samkeppnin verði auglýst sem fyrst.

  2. Málsnúmer 201510090.

    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri mætti á fund bæjarráðs og upplýsti um stöðu verkefnisins. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með næstu skref í þessu ferli og felur Maríu Björk að boða til að samráðsfundur í lok nóvember m.v. umræður á fundinum.

  3. Fjárhagsáætlun 2019 (2019-2022).

    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019 og árin 2020-2022, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.

    Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2019 eru:

    Heildartekjur 5.531 mkr.

    Heildargjöld 5.493 mkr.

    Niðurstaða án fjármagnsliða 39 mkr.

    Fjármunatekjur (gjöld) 55 mkr.

    Rekstrarniðurstaða 94 mkr.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2019 /2019-2022) til fyrri umræðu í bæjarstjórn 14. nóvember nk. samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Bókun minnihlutans:

    Fulltrúi Samfylkingar Seltirninga í bæjarráði lýsir yfir óánægju með skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunar. Síðastliðin ár hefur minnihlutinn verið boðaður á samráðsfundi með sviðsstjórum bæjarins þar sem bæjarfulltrúar hafa verið upplýstir um stöðu innan einstakra sviða og deilda. Í ár hefur samráðið hins vegar ekki verið neitt og bitnar það á innsýn bæjarfulltrúa minnihlutans á stöðu bæjarins sem og þeirri þjónustuþörf sem framundan er á áætlunartímabilinu. Ég tel að að þetta sé stórt skref aftur á bak þar sem pólítískt kjörnir fulltrúar eru illa nýttir við áætlanagerð bæjarins.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylking Seltirninga

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:20


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?