Fara í efni

Bæjarráð

27. febrúar 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 27. febrúar, 2019, og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu

  1. 2019010411 – Móttaka flóttamanna kynning.

    Á fund bæjarráðs mættu Linda Rós Alfreðsdóttir, frá félagsmálaráðuneytinu, Nína Helgadóttir, umsjónarmaður flóttamanna hjá Rauða krossinum og Eva Rós Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Mosfellsbæ vegna móttöku flóttamanna. Gerðu þær grein fyrir samstarfsverkefni milli ríkisins og sveitarfélaga. Rauði krossinn upplýsti um móttöku flóttamanna. Kynntu þær hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga, hlutverk Rauðakrossins og sagði Eva Rós frá reynslu Mosfellsbæjar af móttöku flóttamanna.

    Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

  2. 2017060228 Bréf Persónuverndar um ákvörðun varðandi birtingu persónuupplýsinga á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar í tengslum við opið bókhald, dags. 04.02.2019.

    Lögð fram ákvörðun stjórnar Persónuverndar í máli nr. 2018/805 er varðar birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarráð vekur athygli á að í niðurstöðu Persónuverndar frá 31.01.2019 kemur fram að Persónuvernd telur verulega ámælisvert að KPMG hafi ekki gengið úr skugga um að ekki væri hægt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr kerfi Power BI sem keypt var af KPMG.

    Bæjarráð felur fjármálastjóra að kanna stöðu í öðrum bæjarfélögum varðandi opið bókhald.

    Bókun fulltrúa minnihlutans:

    Mál þetta hefur verið rætt á vettvangi bæjarráðs og er eins og áður hefur komið fram, grafalvarlegt og vont fyrir alla málsaðila. Eins og fram kemur í bréfi Persónuverndar þá er Seltjarnarnesbær ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem birtust í opnu bókhaldi bæjarins og vanrækti bærinn skyldur sínar við að gera áhættumat, ákveða öryggisráðstafanir sem og að sinna reglulegu innra eftirliti til að uppfylla ákvæði laga 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar samrýmist ekki lögum enda ábyrgð bæjarins að tryggja að þau gögn sem bærinn safnar um íbúa séu ekki opin og aðgengileg öllum.

    Það sem stendur þó eftir og kemur fram í bréfi Persónuverndar er að ekki er búið að upplýsa þá íbúa sem óviðkomandi aðilar höfðu aðgang að upplýsingum um að þeir voru hluti af lekanum.

    Ég skora ég á bæjarstjóra að upplýsa þá sem voru hluti af lekanum um það og biðja þá afsökunar fyrir hönd bæjarins.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Fulltrúi Samfylkingar Seltirninga.

    Bókun meirihlutans:

    Upplýst var á heimasíðu bæjarins strax um málið og kerfinu lokað. Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar var Seltjarnarnesbæ ekki skylt skv. lögum nr. 77/2000 að tilkynna hinum skráðu um öryggisbrest.

  3. 2018100094 Samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi á Seltjarnarnesi, dags. 18.10.2019.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Bæjarráð óskar eftir að uppsetning öryggimyndavéla verði hraðað í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarstæðinu og Neyðarlínunnar eins og samkomulagið gerir ráð fyrir.

  4. 2018020068 Bréf Minjastofnunar Íslands varðandi Ljóskastarhús við Urð á Seltjarnarnesi - friðlýsing, dags. 09.01.2019.

    Lagt fram, bæjarráð vill lýsa yfir ánægju sinni með þessa friðlýsingu.

  5. 2018050359 Samkeppni um byggingu nýs leikskóla.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

  6. 2019020014 Bréf Hagstofu Íslands varðandi skráningu á lausum störfum o.fl., dags. 30.01.2019.

    Lagt fram.

  7. 2019020041Bréf Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 29.01.2019.

    Lagt fram.

  8. 2019020040 Bréf Nordjobb, Norræna félagsins, dags. 01.02.2019.

    Lagt fram, bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 10:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?