Fara í efni

Bæjarráð

14. mars 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 14. mars febrúar, 2019, og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu

  1. 2019020150 – Gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

    Ný gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit lögð fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  2. 2017060228 - Bréf Persónuverndar um ákvörðun varðandi birtingu persónuupplýsinga á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar í tengslum við opið bókhald, dags. 04.02.2019.

    Fjármálastjóri upplýsti um hvaða önnur kerfi eru til boða, einnig hvernig önnur bæjarfélög hafa brugðist við. Fjármálastjóra falið að afla tilboða í uppsetningu á opnu bókhaldi.

  3. 201510090 – Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri mætti á fund bæjarráðs og upplýsti um stöðu verkefnisins. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem búin er og næstu skref í þessu ferli og felur Maríu Björk að vinna áfram með málið m.v. umræður á fundinum.

  4. 2018040210 – Lækningaminjasafn.

    María Björk sviðstjóri fór yfir þau tilboð og erindi sem bárust við auglýsingu bæjarins um húsið. Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

  5. 2019030069 - Nesið okkar.

    Fjármálastjóri sagðist vera að skoða tölvuútfærslu við kosningarnar að því loknu yrði verkefnið sett af stað. María lagði til að skoðað yrði að setja saman tvö ár í þessu verkefni. Maríu og Gunnari falið að vinna áfram m.v. umræður á fundinum.

  6. Fjárstreymisyfirlit janúar til febrúar 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir janúar 2019.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 10:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?