Fara í efni

Bæjarráð

28. mars 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 28. mars, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. 2018110066 – Ný heimasíða.

  Ný heimasíða fyrir Seltjarnarnesbæ, María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri og Jóhanna Símonardóttir frá Sjá lögðu fram þarfagreiningu og kröfulýsingu fyrir útboð á nýrri heimasíðu. Bæjarráð felur Maríu Björk að vinna áfram.

 2. 2018090165 – Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

  Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri mætti á fund bæjarráðs, ásamt Árna Geirssyni og Halldóru Hrólfsdóttur frá Alta. Lögð var fram skýrsla með þremur mismunandi sviðsmyndum. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem búin er og þakkar Maríu Björk fyrir utanumhald verkefnisins.

  Frestað til næsta fundar.

 3. 2019010411 – Bréf félagsmálaráðuneytisins varðandi móttöku flóttamanna, dags. 18.01.2019.

  Bæjarráð tekur jákvætt í að verða við erindi félagsmálaráðuneytisins um móttöku á allt að 5 flóttamönnum frá hausti 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa málið sem m.a. felst í að gera samning við ráðuneytið um nauðsynlega þjónustu og aðstoð, ráða verkefnastjóra og leita eftir húsnæði til að útvega fólkinu. Bæjarráð vísar bréfi ráðuneytisins til kynningar í fjölskyldunefnd.

 4. 2019030077 – Bréf Útlendingastofnunar varðandi mögulega gerð þjónustusamnings vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, dags. 13.03.2019.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 5. 2019020061 – Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020.

  Baldur Pálsson, fræðslustjóri lagði fram tillögu að úthlutun fyrir skólaárið 2019-2020 eftir vísan skólanefndar 20.03.2019. Frestað til næsta fundar. Fjármálastjóra falið að kostnaðarreikna líkanið.

 6. 2019020108 – Mentor.

  Baldur Pálsson fræðslustjóri upplýsti um tilkynningu til Persónuverndar.

 7. 2019020120 – Austurströnd 8, íbúð fnr. 206-6912, Grotta Lighthouse. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi f. gististað í fl. II.

  Lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.02.2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Top finish ehf., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Austurströnd 8, 170 Seltjarnarnesi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.

  Bæjarráð veitir neikvæða umsögn þar sem deiliskipulag á svæðinu liggur ekki fyrir og umrædd íbúð hefur ekki verið samþykkt af byggingarfulltrúa sem atvinnuhúsnæði.

 8. 2019030202 – Reglur um staðsetningu og fjölda gistiheimila

  Fyrirspurn Samfylkingar frá fundi bæjarstjórnar nr. 885 frá 13.3.2019: ,,Hvert er umfang skráðarar og óskráðarar gististarfsemi á Seltjarnarnesi og er tilefni til að setja reglur um staðsetningu og fjölda gistiheimili líkt og gert er t.d. í Reykjavík.“

  Bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund.

 9. 2019030172 – Leiðarkerfi Strætó bs.

  Vegna áskorunar til bæjarstjórnar á íbúasíðu Seltjarnarness (facebook) um að strætóleið 13 verði breytt, lagði Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi fram tillögu sem verði send á Strætó bs. Þar sem óskað verði eftir kostnaðarútreikningi varðandi þessa breytingu. Bæjarráð tekur undir tillögu Sigrúnar Eddu og felur henni að leggja fram fyrirspurn á næsta stjórnarfundi Strætó bs.

 10. 2019030163 – EFS Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

  Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 18.02.2019, varðandi eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Lagt fram.

 11. 2019030167 – Rekstraruppgjör Skíðasvæðanna 2018.

  Lagt fram rekstraruppgjör skíðasvæðanna fyrir árið 2018

 12. 2019030080 – Framsal ráðningarvalds.

  Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 14.03.2019 varðandi álit umboðsmanns Alþingis frá 26.2.2018 í máli nr. 9561/2018 sem birt er á heimsíðu umboðsmanns, þar sem fjallað er um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna. Lagt fram.

 13. 2019030150 – Parkour á Eiðistorgi.

  Bréf Parkour Íslandi dags. 21.02.2019 varðandi samkomu Parkour á sunnudögum á Eiðistorgi. Bæjarráð vekur athygli á að þetta svæði er ekki fyrir slíka starfsemi og óskar eftir að félagið virði ákvörðun bæjarins um bann við starfseminni. GAS situr hjá.

 14. 2019030139 – Skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15.02.2019 varðandi bókun stjórnar sambandsins vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lögð fram. Bæjarstjóra falið að senda bókun í samræmi við umræður á fundinum.

 15. 2019030100 – Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2019.

  Lagður fram.

 16. 2019020155 – Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð, dags. 28.02.2019.

  Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.

 17. 2018120015 – Styrkveiðni vegna stuðnings við börn í íþróttastarfi.

  Baldur Pálsson fræðslustjóri sagði frá fundi hans og félagsmálastjóra með Íþróttafélaginu Gróttu. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við frekari stuðningi umfram það sem hann er í dag.

  Fleira ekki tekið fyrir.

  Fundi slitið kl. 10:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?