Fara í efni

Bæjarráð

22. ágúst 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 22. ágúst, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 2,3,4,5 og 6 sat María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri. Undir lið nr.8, sat Baldur Pálsson, sviðstjóri. Undir lið nr.15 sat Snorri Aðalsteinsson, sviðstjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til júní 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir sex mánaða uppgjör ársins 2019. Bæjarráð óskar eftir að sex mánaða uppgjör verði birt á heimasíðu bæjarins.

  2. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.

    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16.07.2019 varðandi að skipa starfshóp til þess að meta húsnæði á Seltjarnarnesi m.t.t. framtíðarhöfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands, lagt fram. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

  3. Málsnúmer 2018040210 – Lækningaminjasafn.

    María Björk sviðstjóri ræddi þau tilboð og erindi sem bárust við auglýsingu bæjarins um húsið fyrr á árinu. Formaður og María Björk munu fylgja málinu eftir m.v. umræður á fundinum.

  4. Málsnúmer 2018110066 – Ný heimasíða.

    María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri upplýstu um viðræður sínar við lægst bjóðanda Stefnu ehf. varðandi næstu skref. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Stefnu ehf. og óskar eftir að menningar- og samskiptafulltrúi fari í innleiðingu á verkefninu í samræmi við tillögu hennar og Gunnars. Verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun ársins 2020. Undirbúningur hefjist strax fyrir innleiðingu.

  5. Málsnúmer 2017100128 - Félagsheimili.

    Félagsheimili Seltjarnarnesbæjar, María Björk sviðstjóri fór yfir þær tillögur sem hún ræddi um á fundi bæjarráðs 29.11.2018. Bæjarráð felur Maríu Björk að leggja fram tillögu að útfærslu sem tilraunaverkefni næstu þriggja ára.

  6. Málsnúmer 2018090165 – Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir, menningar- og samskiptafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á verkefninu og henni falið að vinna áfram verkefnið.

  7. Málsnúmer 2019070008 – Ráðagerði.

    Erindi frá BHS varðandi afnot af Ráðagerði. Bæjarráð hafnar erindinu

  8. Málsnúmer 2019070008 – Bréf starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness

    Bréf starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness dags. 27.06.2019, lagt fram. Bréf starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness dags. 27.06.2019 lagt fram. Fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur fræðslustjóra að svara erindinu en ákveðið var á sínum tíma að þetta væru tímabundnar greiðslur sem féllu niður að þeim loknum.

  9. Málsnúmer 2019070052 Sambýli fatlaðra.

    Bréf EM dags. 23.06.2019 varðandi búsetuúrræði lagt fram. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

  10. Málsnúmer 2019080201 – Metan.

    Bréf Sorpu bs., dags. 19.08.2019 varðandi notkun sveitarfélaga á metani lagt fram.

  11. Málsnúmer 2019070054 – Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma.

    Ársskýrsla framkvæmdastjórnar og forstjóra lögð fram fyrir árið 2018.

  12. Málsnúmer 2019070049 – Örnefnanefnd – ensk nöfn á íslenskum stöðum.

    Bréf Örnefnanefndar dags. 26.06.2019 þar sem nefndin beinir því til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur. Lagt fram.

  13. Málsnúmer 2019060024 – Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði og uppfærsla leigusamninga.

    Á fundi fjölskyldunefndar 13.06.2019, fundi nr. 433 var tekin fyrir breytingar á húsaleigu félagslegra leiguíbúða. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögurnar og vísaði þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra, breytingarnar taki gildi 1. október 2019.

  14. Málsnúmer 2011070123 – Kjararáð.

    Þar sem kjararáð hefur verið lagt niður samþykkir bæjarráð að laun bæjarstjóra fylgi breytingum í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga sbr. laun sviðstjóra bæjarins, Guðmundur Ari situr hjá.

  15. Málsnúmer 2019070144 – Aukin útgjöld til barnaverndar.

    Bréf félagsmálastjóra dags 23.7.2019 ósk um umfram fjárveitingu varðandi málefni er snerta barnavernd. Málið frestað til næsta fundar.

  16. Málsnúmer 2019080225 – Dagþjálfun.

    Lagður fram samningur við Vigdísarholt ehf., varðandi dagþjálfun fyrir skjólstæðinga fjölskyldusviðs frá og með 1. október 2019. Bæjarráð samþykktir fyrirhugað samstarf og vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 10:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?