Fara í efni

Bæjarráð

02. október 2019

Bæjarráð fundur nr. 87.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Miðvikudaginn 2. október, 2019 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir liðum nr: 1-7 sat Baldur Pálsson fræðslustjóri. Undir liðum 8-10 sat Snorri Aðalsteinsson sviðstjóri og Ragna Sigríður Reynisdóttir starfsmaður fjölskyldursviðs.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Málsnúmer 2019080159 – Námsstyrkur

  Umsókn ABG um námsstyrk. Fræðslustjóri fylgdi erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir styrkinn enda í samræmi við samþykktir bæjarins.

 2. Málsnúmer 2019080154 – Námsstyrkur

  Umsókn BHJ um námsstyrk. Fræðslustjóri fylgdi erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir styrkinn enda í samræmi við samþykktir bæjarins.

 3. Málsnúmer 2019080189 – Námsstyrkur

  Umsókn BDS um námsstyrk. Fræðslustjóri fylgdi erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir styrkinn enda í samræmi við samþykktir bæjarins.

 4. Málsnúmer 2019080287 – Námsstyrkur

  Umsókn EG um námsstyrk. Fræðslustjóri fylgdi erindinu eftir. Bæjarráð samþykkir styrkinn enda í samræmi við samþykktir bæjarins.

 5. Málsnúmer 2019080302 – Aukin útgjöld við stuðning.

  Bréf fræðslustjóra um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna tveggja barna sem þurfa stuðning við Leikskóla Seltjarnarness 2019-2020. Fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir aukna heimild til áramóta en óskar eftir tillögum fyrir árið 2020 erindið og vísar til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

 6. Skólahúsnæði – Skoðun.

  Bæjarstjóri fór yfir skoðun Verkís á skólahúsnæði bæjarins og upplýsti að búið er að kynna fyrir skólastjórnendum og verkefnið komið í ferli.

 7. Fjárhagsáætlun ársins 2020 og 3ja ára áætlun.

  Formaður fór yfir mikilvægi þess að vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og 3ja ára áætlun fræðslusviðs tæki mið af stöðu bæjarsjóðs í dag.

 8. Málsnúmer 2019090384 – Húsnæðisbætur/sérstakar húsnæðisstuðningur.

  Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundiráðsins 19.09.2019 varðandi nýtt viðmið til greiðslu húsnæðisstuðnings, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið frá áramótum 2020 og vísar til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

 9. Málsnúmer 2019070144 – Aukin útgjöld til barnaverndar.

  Bréf Snorra Aðalsteinssonar félagsmálastjóra dags. 23.7.2019 um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna barnaverndarmála. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð frestar til næsta fundar.

 10. Fjárhagsáætlun ársins 2020 og 3ja ára áætlun.

  Formaður fór yfir mikilvægi þess að vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og 3ja ára áætlun fjölskyldusviðs tæki mið af stöðu bæjarsjóðs í dag.

 11. Málsnúmer 2019090430 – Minningagarður.

  Bréf frá samtökunum Tré Lífsins dags. 20.09.2019 lagt fram.

  Fleira ekki tekið fyrir.

  Fundi slitið kl. 09:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?