Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 24. október, 2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Enn fremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð í tölvu. Undir lið nr: 1, sátu Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdarstjóri SSH og Hrafnkell Á Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Málsnúmer 2019090451 – Samkomulag um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.
Bréf SSH dags. 30.09.2019, lagt fram samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu 2019-2033 ásamt fylgigögnum. Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, þar með talið innviðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til 15.
-
Samkomulag varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgaarsvæðinu Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdarstjóri SSH og Hrafnkell Á Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH fóru yfir samkomulagið, staðreyndir og tölur samkomulagsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, sem undiritað var af fulltrúum sveitarfélaganna 26. september sl., til fyrri umræðu í bæjarstjórn, sbr. 3.tl. 1. mgr. 15. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar.
-
-
Málsnúmer 2019100192 – Ársreikningur 2018 EFS.
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 17.10.2019, lagt fram. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
-
Málsnúmer 2019100164 – Sjóvarnir.
Bæjarstjóri kynnti drög að teikningum að sjóvörnum við Ráðagerði og við golfvöll, sem ríkið hefur ákveðið að fara í á þessu ári, Vegagerðin sér um alla framkvæmd á þessu verkefni.
-
Málsnúmer 2019100075 – Nesbraut (49-07).
Bréf Vegagerðinnar dags. 7.10.2019, varðandi yfirfærslu Nesbrautar (49-07) frá Vegagerðinni til Seltjarnarnesbæjar. Lagt fram, bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað.
-
Málsnúmer 2019070144 – Aukin útgjöld til barnaverndar.
Bréf Snorra Aðalsteinssonar félagsmálastjóra dags. 23.7.2019 um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna barnaverndarmála. Lögð fram ný greinargerð í málinu. Málinu frestað.
-
Málsnúmer 2019100211 – Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Bréf SHS dags. 18.10.2019, varðandi uppfærslu á gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarssvæðisins bs. Bæjarráð staðfestir uppfærða gjaldskrá að taka gjald samkvæmt heimild í 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 þegar þarf að beita þvingunarúrræðum og/eða viðurlögum.
-
Málsnúmer 2019100047 – Sjálfsbjörg
Bréf Sjálfsbjargar dags. 4.10.2019 beiðni um styrk fyrir Samveru stund. Bæjarráð samþykkir kr. 25.000,-.
-
Málsnúmer 2019100219 – Áheyrnarfulltrúi
Bréf Karls Péturs Jónssonar dags. 22.10.2019 varðandi greiðslur til áheyrnarfulltrúa í bæjarráði verði greitt fyrir setu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði frá 1. Janúar 2020. Bæjarstjóra falið að auglýsa breytinguna. Bæjarráð er heimilt að ákveða að greiða áheyrnarfulltrúum þóknun fyrir störf þeirra í nefndum. Bæjarstjóra falið að greiða nefndarlaun eins og þau eru samþykkt hjá bænum á hverjum tíma.
-
Málsnúmer 2019100220 – Nefndarseta
Bréf FF dags. 17.10.2019 varðandi greiðslur fyrir nefndarsetu á fundum ráðuneytisins varðandi Lækningaminjasafnið. Bæjarráð samþykkir að greiða viðkomandi nefndarlaun fyrir þá fundi sem verða til 30. nóvember 2019, í samræmi við fundargerðir sem berast. Bæjarráð er heimilt að ákveða að greiða nefndarfólki þóknun fyrir störf þeirra í nefndum.
ráðum og stjórnum. Bæjarstjóra falið að greiða nefndarlaun eins og þau eru fyrir samþykkt hjá bænum á hverjum tíma.
-
Fjárstreymisyfirlit janúar til september 2019.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir níu mánaða uppgjör ársins 2019.
-
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2020 (2021-2023) forsendur.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði 31. október 2019 og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Formaður lagði til að haldnir yrðu samráðsfundir 29. og 30. október nk., þar sem málefni fræðslusviðs og fjölskyldusviðs yrðu kynnt.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 10:00