Fara í efni

Bæjarráð

12. desember 2019

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 12. desember, 2019 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr: 10 sat Baldur Pálsson, og undir lið 9 Gísli Hermannsson.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til nóvember 2019.

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir ellefu mánaða uppgjör ársins 2019.

  2. Málsnúmer 2019120067 – Þjóðskrá Íslands – Álagningarkerfi sveitarfélaga.

    Bréf Þjóðskrá Íslands, dags. 4.12.2019 varðandi Álagningarkerfi sem sveitarfélög landsins skulu samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nota. Bæjarráð samþykkir að gera samning um þjónustu Þjóðskrár Íslands vegna kerfisreksturs, þróunar og þjónustu við Álagningarkerfi sveitarfélaganna.

  3. Málsnúmer 2019120037 – Frumvarp til laga forsendur Jöfnunarsjóðs.

    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), lagt fram.

  4. Málsnúmer 2019120014 – Fjölsmiðjan þjónustusamningur

    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2.12.2019, varðandi endurnýjun á þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna. Bæjarráð samþykkir tillögu SSH um endurnýjun á þjónustustyrk ársins 2020 verði 11 mkr. frá 1. janúar 2020.

  5. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfshóps til þess að meta húsnæði á Seltjarnarnesi m.t.t. framtíðarhöfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands. Bæjarráð samþykkir bréf bæjarstjóra til formanns nefndarinnar um velvilja bæjarins gagnvart tillögum um að höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands verði í núverandi byggingu Lækningaminjasafnsins. Þær hugmyndir sem reifaðar hafa verið um möguleika að stækka safnið neðanjarðar og þá um leið breytingu á deiliskipulagi komi til þess hafa verið reifaðar í skipulags- og umferðarnefnd. Bæjarráð tekjur jákvætt í þær hugmyndir, sem nefndin hefur verið að ræða með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þegar og ef til þess komi.

  6. Málsnúmer 2019100275 – Jafnréttisáætlun

    Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar, aðgerðaráætlun í jafnréttismálum 2019-2023. Bæjarráð samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun, sem fjallað hefur verið um í fjölskyldunefnd og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  7. Málsnúmer 2018120028 – Hagstofa Íslands

    Bréf Hagstofu Íslands dags. 6.12.2019 varðandi skil á fjárhagsáætlunum fyrir næstu fjögur ár inn á veg Hagstofunnar fyrir 15. desember ár hver, lagt fram.

  8. Málsnúmer 2019100279 – Rekstrarleyfi

    Bréf dags. 05.11.2019 varðandi umsagnarbeiði vegna rekstrarleyfis Lindarbraut 13. Erindið fór fyrir skipulags- og umferðarnefnd 25.11.2019 þar sem því var hafnað. Bæjarráð staðfestir bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  9. Málsnúmer 2019100259 – Vöktun hjá Umhverfisstofnun

    Béf Umhverfisstofnunar dags. 25.10.2019 varðandi niðurstöður vöktunar í Bakkavík. Gísli Hermannsson sviðstjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu atriði er varða fráveitumál bæjarins.

  10. Málsnúmer 2019120003 – Námsmat í grunnskóla.

    Erindi kennara og skólastjórnenda dags. 29.11.2019, lagt fram. Baldur Pálsson fræðslustjóri upplýsti um stöðu málsins.

  11. Málsnúmer 2019120087 – Yfirdráttarheimild
    Bæjarráð Seltjarnarness samþykkir að gera samning við Íslandsbanka hf. um yfirdráttarheimild á veltureikningi, allt að fjárhæð 400.000.000 kr. og veitir Gunnari Lúðvíkssyni, fjármálastjóra, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá og rita undir samning um yfirdráttarheimildina (yfirdráttarlán)

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 09:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?