Fara í efni

Bæjarráð

23. janúar 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 23. janúar, 2020 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit janúar til nóvember 2019.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir ellefu mánaða uppgjör ársins 2019.

  2. Málsnúmer 2019120135 – Ný umferðarlög.
    Um áramótin tóku gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2019. Ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum. Bæjarstjóra falið að vekja athygli íbúa á þessum nýju lögum á heimasíðu bæjarins og uppfæra tillögur um sektir varðandi bílastæðasjóð.

  3. Málsnúmer 2019070144 – Aukin útgjöld til barnaverndar.
    Bréf Snorra Aðalsteinssonar félagsmálastjóra dags. 20.12.2019 um ósk að auka fjárveitingu við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna barnaverndarmála. Lögð fram ný greinargerð í málinu.

  4. Málsnúmer 2018050206 - Jafnlaunavottun.
    Bæjarstjóri upplýsti um að bærinn hefði fengið jafnlaunavottun. Er þeim þakkað fyrir góða vinnu, sem komu að þessu verkefni.

  5. Málsnúmer 2020010353 – Framlög til stjórnmálaflokka.
    Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17.01.2020 varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

  6. Málsnúmer 2020010250 – Málefni skíðasvæðanna.
    Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10.01.2020 varðandi málefni skíðasvæðanna. Drög og viðauki um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.5.2018 hafa verið uppfærð og send til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna. Stjórn hefur samþykkt fyrirliggjandi drög og að auki viðauka við erindisbréf verkefnahóps vegna þessara uppbygginga.

    Í bréfinu koma fram upplýsingar um að Veitur ohf., hafa afturkallað kæru vegna matsskyldu framkvæmda á skíðasvæðunum. Lagt fram og kynntur viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018.

    Bæjarráð samþykkir, og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  7. Málsnúmer 2019120177 – Félag sameinuðu þjóðanna á Íslands.
    Bréf 18.12.2019 beiðni um styrk og samstarf varðandi framleiðslu fjölmiðlaefnis um loftslagsmál. Bæjarráð vísar málinu á þessu stigi til nánari skoðunar bæjarstjóra í tengslum við vinnu við gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið hjá SSH.

  8. Málsnúmer 2019120181 – Krabbameinsfélagið.
    Bréf Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins dags. 20.12.2019 um styrk. Bæjarráð telur eigi unnt að verða við erindinu.

  9. Sundabraut.
    Tilkynning frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni Sundabrautar, dags. 10.01.20, lagt fram.

  10. Málsnúmer 2019080058 – Lækningaminjasafn.
    Bæjarstjóri upplýsti um stöðu starfshóps sem er að meta húsnæði á Seltjarnarnesi m.t.t. framtíðarhöfuðstöðva Náttúruminjasafns Íslands.

  11. Fundargerð Öldungaráðs dags 6. desember 2019.
    Bæjarráð ræddi fundargerð Öldungaráðs. Bæjarstjóri sagði að á næstu vikum myndi samstarf við Janus Guðlaugsson hefjast og er íþróttafulltrúi bæjarins tengiliður við það verkefni.

  12. Vivaldi völlur.
    Bæjarstjóri sagði frá vinnu bygginganefndar varðandi stækkun á stúku og öðrum atriðum sem stjórn Gróttu og bærinn eru að skoða. Bæjarstjóri kemur með kostnaðaráætlun fyrir stækkun á stúku þegar hún liggur fyrir.

  13. 2019060193 – Stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness.
    Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 12. júní sl. bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Sent var formlegt erindi á Persónuvernd sl. haust, í svari Persónuverndar kemur skýrt fram að Seltjarnarnesbær hefur ekki heimild til að fá óháðan aðila til að fara í þessa skoðun. Það er einvörðungu Barnaverndarstofa sem hefur heimild til að skoða svona mál. Bæjarráð óskar eftir því að Barnaverndarstofa geri stjórnsýsluskoðun á barnaverndarnefnd á Seltjarnarnesi.

    Fleira ekki tekið fyrir.
    Fundi slitið kl. 9: 35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?