Fara í efni

Bæjarráð

20. febrúar 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 20. febrúar, 2020 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2019090223 – Mat á núverandi stjórnskipulagi bæjarins.

    Farið var yfir tillögur Haraldur Líndal, hagfræðingi varðandi núverandi skipurit bæjarins og tilögur að nýju skipuriti bæjarins fylgiskjal 2. Tillagan að nýju skipuriti samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið.

  2. Málsnúmer 2019090223 – Skýrsla um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Seltjarnrnesbæjar dags. febrúar 2020.

    Ásgerður Halldórsdóttir, ræddi um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar sem unnin var af Haraldi Líndal hagfræðingi, sem hann kynnti á fundi bæjarráðs 6. febrúar sl. á þeim fundi gerði hann grein fyrir úttekt og tillögum sínum.

    Bæjarráð samþykkir að eftir kynningu á skýrslunni með forstöðumönnum stofnana bæjarins verði skýrslan kynnt bæjarbúum á opnum fundi og í framhaldi birt á vef Seltjarnarnesbæjar og gerð aðgengileg öllum starfsfólki og almenningi.

    Í framhaldinu samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að vinna aðgerðaráætlun um framgang einstakra tillagna og fylgja eftir ábendingum sem koma fram í skýrslu ráðgjafans. Aðgerðaráætlun skal lögð fram í bæjarráði innan tveggja mánaða sem felur í sér að tillögur ráðgjafans hafi verið skoðaðar og metnar.

  3. Útboð á rekstri mötuneytis fyrir Seltjarnarnesbæ.

    Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að undirbúa útboð á rekstri mötuneytis bæjarins.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?