Fara í efni

Bæjarráð

27. febrúar 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 27. febrúar, 2020 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi mætti kl. 8:30.

Einnig sat fundinn

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr: 7 og 8, sat María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020020172 – Tímabundin lántaka í formi yfirdráttarheimildar.

    Bréf Sorpu bs., dags. 24.2.2020, varðandi bókun á stjórnarfundi Sorpu bs. Hinn 17.2.2020, tillaga um aðgerðir vegna sjóðstreymis. Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu með greinargerð. Stjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun félagsins sem felur í sér heimild til skammtímalántöku allt að 600 milljón króna yfirdráttarheimild til viðbótar við þær 500 milljón krónur sem þegar er heimild fyrir sem skal opin til ádráttar allt til loka árs 2020. Tillagan felur í sér fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi og tilsvarandi aukningu skammtímaskulda í efnahag að fjárhæð 600.000.000.- krónur og áhrif á rekstur sem felast í áætluðum auknum fjármagnsgjöldum að fjárhæð 11.500.000.- krónur með sömu lækkun á rekstrarniðurstöðu.

    Bæjarráð samþykkir ósk stjórnar SORPU bs. að fá að auka tímabundið skammtímalántöku um allt að 600 mkr. umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2020 til þess að skapa stjórnendum félagsins nauðsynlegt olnbogarými til að undirbúa endurskoðun fjárhagsáætlunar og leggja grunn að traustri fjármálastjórn félagsins.

  2. Málsnúmer 2020010471 – Reglur um skammtímadvöl fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

    Erindi frá fjölskyldunefnd. Á fundi fjölskyldunefndar 21.1.2020 undir lið nr. 5 voru lagðar fram reglur um skammtímadvöl fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig lagt fram tillögur samráðshóps um þjónustu við fatlað fólk á vegum SSH kynntar. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar og vísar til bæjarráðs.

    Bæjarráð staðfestir samþykkt fjölskyldunefndar.

  3. Málsnúmer 2020020182 – Endurskoðun grunnupphæða fjárhagsaðstoðar.

    Erindi frá fjölskyldunefnd. Á fundi fjölskyldunefndar 21.1.2020 undir lið nr. 6 voru lagðar fram uppfærðar reglur vegna fjárhagsaðstoðar hjá Seltjarnarnesbæ. Grunnfjárhæð aðstoðar fyrir einstaklinga verður kr. 187.319.- krónur á mánuði og kr. 299.720.- krónur hjá hjónum/sambýlisfólki. Hækkunin er í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölu síðasta árs og tekur gildi 1.2.220. Uppfærðum reglum er vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

    Bæjarráð staðfestir samþykkt fjölskyldunefndar.

  4. Málsnúmer 2020020183 – Dagþjálfun

    Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fv. íbúð húsvarðar á Skólabraut 5, verði seld. Fjármálastjóra falið að vinna áfram með málið.

    Bókun: Samfylking Seltirninga leggst gegn sölu á húsvarðaríbúð á Skólabraut. Íbúðin er staðsett í hjartarými félagsstarfs aldraðra milli matsals og samkomusals. Kjörið væri að taka íbúðina undir félagsstarf aldraðra og sameina þannig starfið undir einum hatti í félagsmiðstöð á besta stað í bænum.

    Best væri að vísa málinu til öldungaráðs og fá upplýsingar um þörf og tækifæri frá starfsfólki félagsstarfs aldraðra.

    Íbúðin er í eigu bæjarins og þrátt fyrir slæma rekstrarstöðu er mikilvægt að beita langtímahugsun og flýta sér ekki um of. Sveitarfélögin í kringum okkur eru að fjárfesta í félagsaðstöðu fyrir eldri borgara enda ört stækkandi hópur og félagsleg virkni ein af lykilforsendum þess að halda góðri heilsu eiga tök á að vera sem lengst í eigin húsnæði.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson

  5. Málsnúmer 2020010542 – Húsnæðisáætlun Seltjarnarnesbæjar

    Bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 20.01.2020 varðandi húsnæðisáætlanir Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að uppfæra núverandi áætlun bæjarins.

  6. Málsnúmer 2020010428 – Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu.

    Bréf Umhverfisstofnunar dags. 10.1.2020 varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu. Lagt fram.

  7. Málsnúmer 2017100128 - Félagsheimili.

    Félagsheimili Seltjarnarnesbæjar, María Björk sviðstjóri mætti á fund ráðsins og ræddi möguleika út frá fyrri samantekt. Bæjarráð felur María Björk taka saman kostnaðaráætlun við endurbætur á húsinu og leggja fram drög að rekstraráætlun.

  8. Málsnúmer 2018090165 – Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir, menningar- og samskiptafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir stöðuna. Fulltrúar í bæjarráði ætla að kynna umræðuna fyrir sínu baklandi. Lagt til að ræða þetta aftur undir vorið.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 9:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?