Fara í efni

Bæjarráð

05. mars 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 5. mars, 2020 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Einnig sátu fundinn undir lið nr. 7, Jón Viðar Matthíasson, Baldur Pálsson, María Björk Óskarsdóttir, Ólína Thoroddsen, Soffía Guðmundsdóttir og Kári Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Ársuppgjör 2019.

    Bæjarstjóri upplýsti að verið sé að ganga frá lokafærslum fyrir endurskoðun.

  2. Fjárstreymisyfirlit.

    Fjármálastjóri fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir janúar 2020.

  3. Vivaldi völlur.

    Bæjarstjóri fór yfir kostnaðaráætlun við stækkun á stúku. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 22.980.000.-.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

  4. Skýrsla HLH ehf.

    Fjármálastjóri fór yfir ábendingar og tillögur sem fram komu í skýrslu er snerta fjármálasviðið.

  5. Breyting á skrifstofu stjórnsýslu.

    Bæjarstjóri upplýsti að sviðstjórar, Gunnar, María Björk og Baldur hafa hist til að skoða hvernig best sé að skipuleggja skrifstofuna út frá þjónustu sviðanna. Málið í vinnslu.

  6. Flóttafólk.

    Baldur Pálsson, sviðstjóri upplýsti um gang verkefnisins.

  7. COVID-19

    Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri upplýsti um stöðu mála og viðbúnað sem snýr að sveitarfélögum.

    Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?