Fara í efni

Bæjarráð

16. apríl 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2.

fimmtudaginn 16. apríl, 2020 og hófst hann kl. 08:00.

Fjarfundur stýrt frá fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fjarfundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir fundarins voru undir lið nr. 1, Helgi Þór Ingason starfandi framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Jón Viggó Gunnarsson, og frá Strætó bs. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Orkugjafar.

    Bæjarstjóri bauð velkomna á fundinn þá Helga Þór Ingason starfandi framkvæmdastjóra Sorpu bs. og Jón Viggó Gunnarsson og frá Strætó bs. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra, en formaður bæjarráðs óskaði eftir að fá kynningu frá þeim varðandi rekstur og reynslu af nýjum metanvögnum Strætó bs. og áætlanir Sorpu bs. um sölu metans næstu árin, sbr. fundargerð Strætó bs., frá 21. febrúar sl. fundur nr. 317.

    Bæjarráð þakkaði viðkomandi aðilum fyrir góðar upplýsingar.

  2. Fjárstreymisyfirlit janúar til febrúar 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu tvo mánuði ársins 2020. Formaður spurði út í framúrkeyrslu í félagsmálum og fræðslumálum og óskaði eftir greiningu. Enn fremur að fá yfirlit yfir mars sem allra fyrst. Fjármálstjóra gert greint fyrir að yfirlit þurfi að berast mikið fyrr til bæjarráðs, ekki síst framúrkeyrslur. Bæjarráð ítrekaði ábendingar HLH er snúa að fjármálastjórn í rekstri bæjarins.

  3. Viðbrögð vegna áhrifa COVID19 – neyðarstig almannavarna.

    Bæjarstjóri gerði grein stöðu mála og samstarfi við almannavarnir vegna áhrifa Covid19 og sagði að neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fundaði reglulega. Bæjarstjóri fór yfir breytingar á starfsemi stofnana bæjarins eftir að samkomubann var sett á. Þakka ber starfsfólki bæjarins fyrir óeigingjarnt starf á mjög erfiðum tímum. Starfið hefur gengið vel bæði í leik- og grunnskóla, sem og á velferðarsviðinu. Einnig hafa bæjarbúar verið upplýstir eins oft og þurfa þykir, auk þess að þeir hafa verið hvattir til að stunda hreyfingu og útivist. Nú er ljóst að frá 4. maí nk. mun starfsemi leik- og grunnskóla fara til fyrra horfs.

  4. Tillögur að aðgerðaráætlun – fyrstu viðbrögð.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim tillögum sem komnar eru í framkvæmd vegna áhrifa Covid19:

    • Sjóvarnargarðar endurbættir.

    • Gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda fjölgað.

    • Leik og grunnskólagjöld lækkuð/leiðrétt/bakfærð vegna sóttkvíar.

    • Innheimtureglur endurskoðaðar tímabundið.

    • Árskort í sund og á bókasafni framlengdur í samræmi við skerðingu.

    • Bygging sambýlis með þátttöku ríkisins komið í ferli.

    • Endurbætur á Mýrarhúsaskóla (gulu álmu) verður framkvæmd í sumar.

    • Gatnaframkvæmdir malbikun á Nesvegi og Lindarbraut.

    • Hefja gerð hjólastígs við Nesveg í samvinnu við Vegagerðina til að auka öryggi vegfarenda.

    • Endurbætur á félagsheimilinu í skoðun.

    • Deiliskipulagsvinna farin af stað varðandi nýjan leikskóla.

    • Unnið verði áfram með ríkinu að koma húsi Lækningaminjasafnsins við Safnatröð að safnabyggingu fyrir Náttúruminjasafn Íslands.

    • Aukin áhersla á að hraða uppbyggingu á Bygggarðasvæðinu.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram með aðgerðir vegna COVID19.

    Bæjarráð óskar eftir að aðgerðir vegna Covid19 sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar verði sendar til nefnda bæjarins til upplýsingar og álitsgjafar.

  5. Málsnúmer 2020040019 Forsetakosningar 27. júní 2020.

    Bréf Þjóðskrár Íslands dags. 3.4.2020, forsetakosningar 27.6. nk. og undirbúning og skráning í kjördeildir. Lagt fram.

  6. Málsnúmer 2020040009 Íþróttahreyfingin og COVID19.

    Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dags. 1.4.2020, þar sem ÍSÍ vill með bréfi sínu hvetja sveitarfélög í landinu til að eiga samtöl við sín félög og fylgjast vel með því hvernig mál þróast í rekstri félaganna í kjölfar aðgerða í baráttunni gegn COVID19. Lagt fram.

  7. Málsnúmer 2020030136 Mengun af völdum skotelda og tillögur um aðgerðir.

    Skýrla lögð fram sem tekin var saman af starfshópi sem skipaður var af dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra til að móta tillögur um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda, lagt fram.

  8. Málsnúmer 2020030121 Styrktarsjóður EBÍ 2020.

    Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags íslands dags. 16.3.2020 varðandi styrkarsjóð EBÍ, lagt fram.

  9. Málsnúmer 2020010542 Húsnæðisáætlun.

    Bæjarstjóri lagði fram endurskoðaða Húsnæðisáætlun bæjarins 2020, í samráði við bréf HMS dags. 20.1.2020 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á reglugerð nr. 1248/2018 þar sem sveitarfélög skuli uppfæra húsnæðisáætlun sína m.t.t. breytinga á forsendum á milli ára. Lögð fram, og verður áætlunin send HMS.

  10. Málsnúmer 202002130 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

    Bæjarstjóri lagði fram afgreiðslu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar varðandi Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Seltjarnarnesbæ úr samstarfi við Mosfellsbæ og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits og leggja fram eftirfarandi tillögu þess efnis fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

    ,,Tillaga um að bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Seltjarnarnesbæ úr samstarfi við Mosfellsbæ og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Seltjarnarnesbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Seltjarnarnesbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.

    Í samræmi við ofangreint er þess nú farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála, með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að kannaður verði möguleikinn á því að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd og kannaður verði möguleikinn á því að Seltjarnarnesbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.“ vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.“

  11. Gististarfsemi á Seltjarnarnesi.

    Þar sem bæjarstjórn hefur ekki sett sér stefnu í þessu máli leggur bæjarráð til að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem falið verði að gera drög að stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð í flokki 2-4 sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, í Seltjarnarnesbæ og um leið málsmeðferðarreglur varðandi umsagnir um umsóknir um rekstrarleyfi veitingastaða og gististaða, þær verði skýrar og aðgengilegar.

    Skipuð verði nefnd sem taki málið fyrir og leggi fyrir skipulags- og umferðarnefnd tillögu að útfærslu fyrir okkar bæjarfélag. Nefndina verði skipuð eftirfarandi aðilum: Ragnhildi Jónsdóttur formanni, Karen Maríu Jónsdóttur og Hannesi Hafstein, starfsmaður nefndarinnar verði Hervör Pálsdóttir.

  12. Opið bókhald.

    Fjármálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að bókhaldið verði opnað á netið.

  13. Miðlæg skjalastjórnun.

    Fjármálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Fjármálastjóra falið að innleiða verkefnið sem allra fyrst í samráði við Maríu Björk Óskarsdóttur sviðstjóra, sem nú ber ábyrgð á skjalastjórnun hjá bæjarfélaginu.

    Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 9:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?