Fara í efni

Bæjarráð

14. maí 2020
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 14. maí, 2020 og hófst hann kl. 08:15.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 neyðarstig almannavarna.
    Bæjarstjóri sagði frá því að upplýsingahópur almannavarna hefur gefið út samfélagssáttmála þar sem eru upplýsingar um ýmsar leiðbeiningar og hvatningu til almennings til að tryggja áfram góðan árangur. Samfélagssáttmálinn hefur verið kynntur á vef bæjarins og þar kemur fram að sáttmálinn gildir í vor og sumar.
    Bæjarráð þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vel unnin störf á sérstökum tíma vegna Covid19.
  2. Málsnúmer 2020050104 - Bréf SSH varðandi greiðslu til samgöngusáttmála.
    Bréf SSH varðandi greiðslu til samgöngusáttmála, dags. 6.5.2020, lagt fram til kynningar. Framlag bæjarins fyrir árin 2019 og 2020 er kr. 40,6 millj.
  3. Málsnúmer 2020050026 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga.
    Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 28.04.2020 um lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti lagt fram. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs hafi verið tekin ákvörðun vegna samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%. Bæjarstjóri lagði til að viðauki vegna þessa verði gerður í haust þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um stuðning til sjóðsins frá ríkisstjórninni. Bæjarráð samþykkir það.
  4. Málsnúmer 2020050092 – Minnisblað, sumarátaksstarf námsmanna.
    Bréf Vinnumálastofnunar dags.06.05.2020 varðandi átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Lagt fram. Bæjarstjóri upplýsti að bærinn hafi fengið úthlutað 9 störfum frá Vinnumálastofnun.
  5. Málsnúmer 2020040121 Sumarstörf ungmenna 2020.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir umsóknarferlinu í atvinnuátaki fyrir ungt fólk. Sækja þarf um fjárveitingar til Vinnumálastofnunar. Fjármálastjóri fór yfir kostnaðarútreikninga en fram kom að 80 ungmenni sóttu um sumarvinnu í auglýstum umsóknarfresti. Opnað var fyrir að skrá sig á biðlista og alls eru nú skráðir 53 á biðlista í dag. Kostnaðarútreikningar sem gera ráð fyrir að ráða alla í vinnu sem sóttu um í umsóknarfresti og þá sem eru skráðir á biðlista, er áætlaður 127,3 mkr. í fjárhagsáætlun er launakostnaður áætlaður 99 mkr.
    Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir að ráða öll ungmenni í sumarvinnu sem sótt hafa um og skráð verða á biðlista sem verður opinn til 31. maí. Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka vegna aukins kostnaðar.
  6. Málsnúmer 2020040020 – Útboð matur.
    Lögð fram þrjú tilboð. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Skólamats ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Samhliða þessari ákvörðun er fjármálastjóra falið að gera þær skipulagsbreytingar sem þessi ákvörðun hefur í för með sér varðandi starfsmannamál á rekstri mötuneytisins frá og með 31. maí n.k..
  7. Málsnúmer 2019090223 – Aðgerðaráætlun sviða vegna úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Seltjarnarnesbæjar.
    Lögð fram uppfærð aðgerðaráætlun sem er í vinnslu vegna tillagna sem HLH ehf., kynnti bæjarstjórn í tengslum við úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Í aðgerðaráætluninni kemur fram tímarammi, ábyrgðaraðili og lýsing á framgangi verkefna. Sviðstjórar Baldur Pálsson, Gunnar Lúðvíksson og María Björk Óskarsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

    Bókun:
    Ég fagna því að búið sé að kynna drög að aðgerðaráætlun sviða vegna úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Seltjarnarnesbæjar. Þessi drög voru ekki send út á bæjarráð fyrir fundinn og því ekki hægt að taka afstöðu til einstakra aðgerða að svo stöddu. Auk þess er ekki búið að kostnaðarmeta aðgerðir í skjalinu en aðgerðaráætlunin inniheldur bæði aðgerðir sem eiga að auka kostnað og draga úr kostnaði. Kostnaðaráhrif og áhrif á þjónustu við íbúa eru grunnforsendur afstöðu bæjarráðs til aðgerðaráætlunarinnar og legg ég því til að aðgerðaráætlunin verði kostnaðarmetinn og lögð fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Fulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun meirihluta:
    Tekið skal fram að verið er að vinna með tillögur HLH ehf., eins og óskað var eftir af bæjarstjórn, sviðstjórar kynntu stöðuna eins og hún er í dag. Unnið verður áfram með verkefnið en tilgangur þess er að auka og bæta þjónustu bæjarins.
    Magnús Örn Guðmundsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 10:00


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?