Fara í efni

Bæjarráð

10. september 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 10. september, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir fundarins voru undir lið nr. 8, Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH. Undir lið nr. 9 og 10 sat María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fjárstreymisyfirlit janúar til júlí 2020.
  Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu sjö mánuði ársins 2020.

 2. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.
  Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. föstudag og fór yfir helstu áherslur sem fram komu á þeim fundi m.a. breyttum reglum um takmörkun á samkomum og almennt um ráðstafanir og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi lykilþætti en breytingar tóku gildi 7. sept. sl. þar sem m.a. er kveðið á um að fjöldatakmörkun hækki úr 100 í 200 og nálægðartakmörkun breytist úr 2 metrum í 1 metra. Bæjarstjóri sagði að SSH væri að vinna að greiningu á fjárhagslegum áhrifum vegna COVID19 í tengslum við undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna.

 3. Málsnúmer 2020090023 – Aflið samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi.
  Bréf samtakanna dags. 19.8.2020 varðandi styrk beiðni lagt fram. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

 4. Málsnúmer 2020080363 – Svæðaskipting fyrir manntal árið 2021.
  Bréf Byggðastofnunar dags.26.08.2020, óskar eftir umsögn varðandi að skipta landinu upp í um 200 smásvæði, hvert með að meðaltali 1700-1800. Lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við núverandi tillögu Byggðastofnunar.

 5. Málsnúmer 2019080128 – Búsetu- og þjónustuúrræði.
  Erindi tekið fyrir á fundi Fjölskyldunefndar 25.05.2020 varðandi búsetu- og þjónustuúrræði við skjólstæðing. Bæjarráð samþykkir þau úrræði sem lagt er til.

 6. Málsnúmer 2020080130 – Umsókn um stuðning.
  Erindi samþykkt á fundi skólanefndar 26.8.2020, varðandi stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness, lagt fram. Bæjarráð samþykkir erindið.

 7. Málsnúmer 2020080131 – Umsókn um stuðning.
  Erindi samþykkt á fundi skólanefndar 26.8.2020, varðandi stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness, lagt fram. Bæjarráð samþykkir erindið.

 8. Málsnúmer 2020080200 – Stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
  Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.08.2020, varðandi stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

  Ásgerður Halldórsdóttir, gerði grein fyrir tillögu um stofnun opinbers hlutafélags með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar og Garðabæjar, sem hefur það hlutverk að standa að uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

  Á fundinn mætti Páll Björgvin Guðmundsson í gegnum fjarfundarbúnað Teams og lýsti nánar helstu verkefnum félagsins.

  „Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkir að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Garðabæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 20.272 í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Seltjarnarnesbæjar í félaginu eða 0,507%.
  Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Seltjarnarnesbær innir af hendi kr. 20.272,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
  Í samræmi við framangreint samþykkir bæjarráð stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl sem liggja fyrir á fundinum, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.“

  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum og einn á móti tillögu um stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

 9. Málsnúmer 2020080443 – Ráðagerði fyrirspurn.
  María Björk sviðstjóri kynnti fyrir bæjarráði framlagða viðskiptahugmynd varðandi notkunarmöguleika á Ráðagerði. Bæjarráð felur Maríu Björk að vinna áfram með málið varðandi stjórnsýsluna.

 10. Málsnúmer 2017100128 – Félagsheimili Seltjarnarness.
  Bæjarstjóri lagði fram greinargerð tillögur að viðhaldsþörf fyrir Félagsheimili Seltjarnarness. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  María Björk mun áfram skoða hvernig best væri að útfæra reksturinn. Bæjarráð felur Maríu Björk að vinna áfram með málið.

 11. Málsnúmer 2020090011 – Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness.
  Bréf Foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 31. ágúst, 2020, lagt fram.


Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?