Fara í efni

Bæjarráð

24. september 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 24. september, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.1 og 2 sat Baldur Pálsson, sviðstjóri fjölskyldusviðs.

Mættir voru undir lið nr. 3 Skúli Magnússon og Böðvar Þórisson.

Undir lið nr. 4 sat María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri þjónustu- og samskiptasviðs.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.

  Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. föstudag og fór yfir helstu áherslur sem fram komu á þeim fundi m.a. breyttum reglum um takmörkun á samkomum og almennt um ráðstafanir og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Leiðbeiningar hafa verið sendar til starfsmanna bæjarins. Sviðstjóri fjölskyldusviðs Baldur Pálsson sagði frá stöðu mála í 9. bekk Valhúsaskóla, þar sem upp hafi komið COVID smit.
 2. Málsnúmer 2020090211 – Félagsleg heimaþjónusta.
  Heimaþjónusta er veitt öldruðum, öryrkjum og öðrum þeim sem ekki geta vegna heilsubrests annast dagleg heimilisstörf. Baldur Pálsson sviðstjóri fór yfir vaktafyrirkomulag hjá bænum hvað þessa þjónustu varðar. Bæjarráð óskar eftir að sviðstjóri kynni sínar tillögur um þessa þjónustu fyrir fjölskyldunefnd.

 3. Málsnúmer 2020060117 - Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk.
  Bréf SSH dags. 7.9.2020 varðandi útboði Strætó bs. um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu nr. 14799, Hópbílar hf., voru með lægsta gilda tilboð. Samningur á grundvelli útboðsgagna og tilboðs hefur þegar tekið gildi. Samningurinn lagður fram til kynningar.

 4. Málsnúmer 2020040159 – Sjóíþróttir.
  Skúli Magnússon og Böðvar Þórisson mættu á fund ráðsins og kynntu iðkun sjóíþrótta á Seltjörn. Lögðu þeir fram lista með undirskriftum varðandi bann við iðkun sjóíþrótta á Seltjörn. Bæjarráð þakkar þeim greinargóða kynningu og gagnlega umræðu.

 5. Málsnúmer 2020080443 – Ráðagerði fyrirspurn.
  María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri fór yfir þau atriði sem skoða þarf í málinu. Maríu Björk falið að vinna málið áfram varðandi skipulagsmál sbr. samantekt sem hún kynnti á fundinum.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?