Fara í efni

Bæjarráð

08. október 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 8. október, 2020 og hófst hann kl. 17:00.

Fundurinn haldinn í fundarsal bæjarins við Austurströnd 2.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson

Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi mætti ekki.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.

    Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. sunnudag en þar var upplýst um ákvörðun ríkislögreglustjóra að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni. Hertar opinberar aðgerðir tóku gildi 5. október þar sem m.a. er miðað við 20 manna fjöldatakmörkun.

    Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman strax á mánudaginn og fór nánar yfir einstaka þætti er snúa að starfsemi bæjarins. Í reglum sem settar hafa verið núna koma fram takmarkanir m.a. varðandi starfsemi sundlauga og íþróttaiðkunnar.

    Á neyðarstigi almannavarna er meginreglan að allir fundir í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum verði með fjarfundarbúnaði.

    Bæjarstjóri upplýsti að leik- grunnskóli bæjarins starfa eðlilega miðað við aðstæður í COVID.
  2. Fjárstreymisyfirlit janúar til ágúst 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu átta mánuði ársins 2020.

  3. Málsnúmer 2019010199 - Bílastæðasjóður.

    Lögð fram endurskoðun á gjaldskrá vegna stöðvunarbrotagjalda. Stöðvunarbrotagjald vegna stöðvunarbrota sbr. a-e. lið 1. mgr. 109. umferðarlaga nr. 77/2019 verði kr. 10.000.- í stað kr. 5.000.- í dag.

    Einnig að stöðvunarbrotagjald vegna a-liðar 2. mgr. 29. gr. sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. umferðalaga nr. 77/2019 verði kr. 20.000.- í stað kr. 10.000.-

    Bæjarráð samþykkir ofangreinda breytingu á gjaldskrá og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  4. Málsnúmer 2020090277 - Ráðagerði.
    Lagt fram tilboð í Ráðagerði frá fasteignasölunni Miklaborg. Tekið er jákvætt í hugmyndir kaupanda og bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið. Tilboðið samþykkt með þeim fyrirvara sem þar kemur fram. Erindið þarf að fara fyrir skipulags- og umferðanefnd og síðan til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl. 17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?