Fara í efni

Bæjarráð

12. nóvember 2020

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 12. nóvember, 2020 og hófst hann kl. 08:15.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 mætti Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs á fjarfund.

Undir lið nr. 2, 3 og 4 mætti María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs á fjarfund.

Undir lið nr. 7 mætti Ari Eyberg Sævarsson mannauðsstjóri á fjarfund.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi almannavarna sem haldinn var sl. föstudag en þar var m.a. farið yfir samantekt á helstu reglum um takmarkanir og ráðstafanir neyðarstjórna og sveitarfélaga. Kynntar voru leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga og hertar takmarkanir sem gilda til 17. nóvember nk.

    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir skipulagi skólastarfs við hertar takmarkanir og sagði frá hvernig sérfræðiþjónustu væri sinnt í skólunum. Einnig fór hann yfir þjónustu velferðarsviðsins.
  2. 2018110066 – Ný heimasíða.
    Ný heimasíða fyrir Seltjarnarnesbæ, María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri upplýsti ráðið hvar málið væri statt og næstu skref.

  3. Málsnúmer 2018090165 – Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri ræddi þá breytingu í umhverfinu sem nú liggur fyrir með yfirfærslu Lækningaminjasafnsins til ríkisins og sölu Ráðagerðis. Næstu skref eru að allir átti sig á því hvar við erum stödd í sviðsmyndunum með Náttúruhúsi og sölu Ráðagerðis. María Björk leggur til að byggja upp heildarsýn og taka samtal við íbúa til að meta næstu skref. Bæjarráð felur Maríu Björk að ramma formlega inn næstu skref/tillögur með Alta, þannig að hægt yrði að halda áfram með vinnuna á faglegum nótum og taka markviss skref – stilla upp ferli sem hægt verður að vinna eftir og draga saman þær ákvarðanir sem taka þarf afstöðu til og útbúa viðbragðsáætlun og forgangsraða verkefnum til að ná utan um heildarsýnina.

  4. Málsnúmer 2020070028 – Fjölskyldu- og stjórnsýsluálma.
    María Björk Óskarsdóttir sviðsstjóri, fór yfir þarfagreiningu varðandi mögulegar breytingar og flutning velferðarsviðs á Austurströnd 2. Bæjarráð mun fara í vettvangsskoðun til KPJ og SEJ með GL, BP og MBO.

  5. Málsnúmer 2019050357 – Sambýli.
    Bæjarstjóra falið að láta útbúa aðalteikningar og sérteikningar og gerð útboðsgagna vegna Kirkjubrautar 20 og bjóða síðan verkið út.

  6. Málsnúmer 2020100155 – Endurnýjun flóðlýsingar við gervigrasvöll.
    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Metatron ehf. sem var lægst að fjárhæð kr. 36.619.848.-.

    Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
  7. Málsnúmer 2020110009 – Stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.
    Bréf Bandalags háskólamanna dags. 02.11.2020, lagt fram. Erindinu vísað til mannauðsstjóra. Ari Eyberg Sævarsson mannauðsstjóri mætti á fjarfundinn og upplýsti um stöðu verkefnisins hjá Seltjarnarnesbæ.

  8. Málsnúmer 2018070010 – Barnasáttmáli.
    Bæjarstjóri upplýsti að bæjarstjórn hafi á sínum tíma árið 2018 sótt um að gerast aðili að Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Nú hefur bænum verið boðin formleg þátttaka frá 1.1.2021 í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn við UNICEF og vinna áfram með málið.

  9. Málsnúmer 2020110054 – Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2020.
    Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 26.10.2020 þar sem kynnt er dagskrá árlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað hinnar árlegu minningarstundar við Landspítalann í Fossvogi verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13. – 15. nóvember 2020, bréf lagt fram.

  10. Málsnúmer 2020110017 – Samstaða smærri fyrirtækja og einyrkja í ferðaþjónustu.

    Bréf Smærri fyrirtækja og einyrkja í ferðaþjónustu dags. 03.11.2020 lagt fram.

    KPJ vék af fundi kl. 10:28
  11. Málsnúmer 2020110092 Hundaeftirlit.
    Farið var yfir eftirlitið og verklagsreglur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá verktaka til að sinna hundaeftirliti í bænum m.v. reglur bæjarins. Samþykkt að brýna enn frekar fyrir fólki að lausaganga hunda sé bönnuð með auglýsingum og klára þarf að setja upp greinargóð skilti til áminningar.


Fundi slitið kl. 10:49

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?