Fara í efni

Bæjarráð

14. janúar 2021

Fimmtudaginn 14. janúar, 2021 og hófst hann kl. 13:00.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður, og Karl Pétur Jónsson, áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 mætti Árni Ármann Árnason lögfræðingur og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs á fjarfund.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2021010197 – Lagt fyrir samkomulag milli Gróttubyggðar ehf., kt. 511202-2720 og Seltjarnarnesbæjar varðandi Bygggarða.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, Einar Már Steingrímsson og Árni Ármann Árnason, lögfræðingur gerðu einnig grein fyrir samkomulaginu. Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullt umboð til að skrifa undir og samþykkja fyrirliggjandi samkomulag við Gróttubyggð ehf., dags. 13. janúar 2021.

    Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:23

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?