Fara í efni

Bæjarráð

18. mars 2021

Fimmtudaginn 18. mars, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 6 og 7. mætti Baldur Pálsson, sviðstjóri fjölskyldusviðs.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. 2021030013 – Strætó bs.
  Bréf Strætó bs. Dags. 02.03.2021 varðandi heimild fyrir sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð kr. 300.000.000.- hjá viðskiptabanka sínum Arion banka lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir beiðni Strætó bs. Um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæðir 300 mkr. til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó bs út árið 2021.

 2. 2021030122 Hjólastígur meðfram Seltjörn
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og falið að vinna áfram með málið miðað við umræður á fundinum.

 3. 2020060065 Trúnaðarmál
  Erindi SA tekið fyrir. Bæjarráð hafnar erindinu. Bæjarstjóra falið að svara erindinu

 4. 2021030129 – Stöðuleyfisgjöld.
  Bréf Samtaka iðnaðarins dags. 15.03.2021 varðandi endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda. Lagt fram.

 5. Tómstundastyrkir
  Fjármálastjóri fór yfir ferlið varðandi úthlutun á tómstundastyrkjum.

 6. 2019030057 – Málsmeðferð hjá fjölskyldusviði.
  Baldur Pálsson fór yfir svar sviðsins við bréfi Barnaverndarstofu.

 7. 2020110178 – Upplýsingatækni í Grunnskóla Seltjarnarness.
  Bæjarstjóri fór yfir minnisblað sem tekið hafði verið saman fyrir hana. Baldur Pálsson sviðstjóri sat einnig fundinn. Bæjarráð felur sviðstjóra að vinna áfram með málið í samstarfi við skólastjórnendur.

Fundi slitið kl. 9:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?