Fara í efni

Bæjarráð

15. apríl 2021

Fimmtudaginn 15. apríl, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.1 mætti Sturla Jónsson endurskoðandi Grant Thornton.

Undir lið nr. 10 mætti Baldur Pálsson, sviðstjóri fjölskyldusviðs.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2020.
    Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi frá Grant Thornton mætti á fund bæjarráðs. Sturla Jónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2020, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020, samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræða í bæjarstjórn. Fyrri umræða er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 28. apríl og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 12. maí 2021.

  2. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna og Jarðskjálftahrina á Reykjanesi.
    Bæjarstjóri fór yfir breytingar á takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tóku gildi í dag 15. apríl. Einnig upplýsti bæjarstjóri að Jón Viðar slökkviliðsstjóri héldi forsvarsmönnum bæjarfélaganna innan SHS vel upplýstum varðandi eldgosið í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga.

  3. Fjárstreymisyfirlit febrúar 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir febrúar mánuði ársins 2021.
    Fjármálastjóri fór yfir atvinnuleysistölur fyrir febrúar 2021.

    Ákveðið að hafa sama fyrirkomulag varðandi sumarstörf ungmenna.

  4. Málsnúmer 2021040019 – Hitaveita borhola SN-04.
    Bæjarstjóri fór yfir málið. Málið hefur verið kynnt veitustjórn og sviðstjóri veitna er með málið í vinnslu.

  5. Málsnúmer 2021030238 – Styrktarsjóður EBÍ 2021.
    Bréf Brunabótafélags Íslands dags. 26.3.2021 varðandi styrktarsjóð EBÍ lagt fram.

  6. Málsnúmer 2021030236 – Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.03.2021 lagt fram.

  7. Málsnúmer 2021030176 – Áhugafólk um samgöngur fyrir alla.
    Bréf samtaka áhugafólks um samgöngur fyrir alla dags. 22.03.2021 lagt fram.

  8. Málsnúmer 2018070010 – Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
    Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi bæjarfulltrúar Ragnhildur Jónsdóttir fyrir meirihluta og Guðmundur Ari Sigurjónsson fyrir minnihluta, taki sæti í stýrihópi bæjarfélagsins um innleiðingu á Barnasáttamála sameinuðu þjóðanna. Að öðru leyti fer skipan stýrihópsins fram samkvæmt tillögu UNICEF. Sviðstjóri fjölskyldusviðs Baldur Pálsson mun boða til fyrsta fundar.

  9. Málsnúmer 2021020177 – Íþróttaklukka við knattspyrnuvöll.
    Bæjarstjóri fór yfir málið sem kynnt hafði verið fyrir bæjarráði. Bæjarráð samþykkir styrk til félagsins vegna þessara framkvæmd, bæjarstjóra falið málið til afgreiðslu.

  10. Málsnúmer 2021030175 – Tónlistarnám.
    Bréf tónlistarfólks búsett á Seltjarnarnesi dags. 14.2.2021 lagt fram. Erindinu vísað til skólanefndar.


Fundi slitið kl. 9:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?