Fara í efni

Bæjarráð

20. maí 2021

Fimmtudaginn 20. maí, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður. Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi mætti kl. 8:30

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 4 mætti Baldur Pálsson sviðstjóri.

Undir lið nr. 10 mætti María Björk Óskarsdóttir sviðstjóri.

 1. Fjárstreymisyfirlit mars 2021.
  Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir mars mánuð 2021, atvinnuleysistölur, veikindayfirlit og fjölda stöðugilda.

 2. Málsnúmer 2020090232 Viðauki við fjárhagsáætlun.
  Viðauki 1 vegna nemenda sem eru í leik- og grunnskólum utan Seltjarnarness og vegna launahækkana kjarasamninga. Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

 3. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna og Jarðskjálftahrina á Reykjanesi.
  Bæjarstjóri fór yfir breytingar á takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tóku gildi í dag 15. apríl. Einnig upplýsti bæjarstjóri að Jón Viðar slökkviliðsstjóri héldi forsvarsmönnum bæjarfélaganna innan SHS vel upplýstum varðandi eldgosið í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga.

 4. Inntaka í Leikskóla Seltjarnarness.
  Baldur Pálsson sviðstjóri fór yfir inntöku leikskólabarna haustið 2021. Sviðstjóra falið að vinna að stækkun á Fögrubrekku um eina deild og aðstöðu fyrir starfsfólk, og ráða starfsfólk. Smáhýsin munu nýtast þegar hafist verður handa við byggingu nýs leikskóla.

  Bókun:
  Ég harma þá stöðu sem upp er komin með inntöku leikskólabarna fyrir haustið 2021. Fyrir kjörtímabilið lofuðu stjórnmálamenn að byggja nýjan leikskóla á kjörtímabilinu, bæta aðstæður starfsfólks og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Staðan er hins vegar sú að þegar ár er eftir að kjörtímabilinu að skipulagsvinnu við leikskólareitinn er ekki lokið, skipulagsrými per starfsmann hefur minnkað og bærinn getur ekki staðið við óbreyttan inntökualdur án þess að bæta við tímabundnu húsnæði á þeim reit sem reisa á nýjan leikskóla.

  Foreldrar hafa síðastliðnar vikur lýst yfir óánægju sinni ef færa ætti inntökualdur barna ofar og starfsfólk og stjórnendur leikskólans hafa mótmælt harðlega ef ráðast eigi í frekara plástra með skömmum fyrirvara. Nú er ljóst að bærinn hefur sent út bréf á foreldra um að tekin verða inn börn sem ekki er pláss fyrir í núverandi leikskólahúsnæði án samráðs við leikskólastjórann sem heyrði af bréfinu frá íbúum út í bæ.

  Þessi staða er mjög alvarleg enda er ómögulegt að halda úti öflugu leikskólastarfi og hvað þá fjölga deildum án góðs samráðs við starfsfólk og stjórnendur leikskólans. Staðan er afleiðing af seinagangi stjórnar Seltjarnarnesbæjar við uppbyggingu og endurbætur á leikskólanum sem hefur verið í umræðunni frá árinu 2002. Stjórnendur bæjarins þurfa að vinna hörðum höndum að því að byggja upp traust og trúverðugleika starfsfólks og íbúa um að okkur sé alvara um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með nýrri og bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk leikskólans.

  Guðmundur Ari Sigurjónsson

 5. Málsnúmer 2021050040 – Ársreikningur Strætó bs. 2020.
  Ársreikningur Strætó bs fyrir árið 2020 lagður fram.

 6. Málsnúmer 2021050053 – Höfuðborgarkort.
  Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 7.5.2021 varðandi tillögu frá aðalfundi SSH um höfuðborgarkort. Bæjarráð vísar erindinu til ÍTS og menningarnefndar.

 7. Málsnúmer 2021040309 – Sóknaráætlun - samræming úrgangsflokkunar.
  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23.04.2021 og upplýsingar lagðar fram.

 8. Málsnúmer 2021040302 – Sóknaráætlun - kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins.
  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23.04.2021 og upplýsingar lagðar fram. Sent til kynningar í umhverfisnefnd.

 9. Málsnúmer 2020020076 – Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
  Lögð fram drög að nýrri samþykkt, tillögu um að Seltjarnarnesbær taki þátt í sameinuðu heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar og samþykki fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit. Gerð var grein fyrir viðræðum fulltrúa sveitarfélaganna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um sameiginlegt heilbrigðiseftirlit og kynnt drög að sameiginlegri fjárhagsáætlun og drög að samþykktum fyrir nýtt eftirlitsvæði

  Sameinað heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar felur í sér betra og sterkara heilbrigiseftirlit fyrir þessi bæjarfélög og umtalverða hagræðingu fyrir Mosfellsbæ og Seltjarnarnes. Faglega verður heilbrigðiseftirlitið sterkara, tækifæri til meiri sérhæfingar aukast og lögð verður áhersla á staðbundna þekkingu sem nýtist sveitarfélögunum á hverjum stað. Gert er ráð fyrir að sameinað heilbrigðiseftirlit geti veitt Íbúum, fyrirtækum og stofnunum betri og viðameiri þjónustu. Fjárhagleg hagræðing verður einnig töluverð fyrir Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum og einn á móti að Seltjarnarnesbær taki þátt í sameinuðu eftirlitssvæði og samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit og eftirlitinu verði einnig falið eftirlit með hundahaldi á Seltjarnarnesi. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Bókun:
  Undirritaður fagnar því að sveitarfélögin taki höndum saman með heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu. Ég set þó spurningarmerki við að nefnd sem hefur þetta eftirlitshlutverk með m.a. framkvæmdum og umhverfisáhrifum rekstur sveitarfélagana sé aðeins skipuð af fulltrúum meirihluta sveitarfélagana. Tillaga að lausn væri að stærstu sveitarfélögin Hafnarfjörður og Kópavogur myndu eiga tvo fulltrúa í nefndinni sem skipaðir væru af meiri- og minnihluta.

  Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylkingu Seltirninga

 10. Málsnúmer 2018090165 – Stefnumörkun ferðaþjónusta á Seltjarnarnesi.
  María Björk Óskarsdóttir fór yfir sviðsmyndir Alta ehf. undanfarnar vikur hefur hún unnið áfram að næstu skrefum varðandi stefnumörkun um ferðamál á Seltjarnarnesi í samráði við Alta. Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með minnisblaðið og ferlið sem lagt hefur verið fram og felur Maríu Björk að vinna áfram með málið með Alta og hefja vinnuna við gerð stjórnunaráætlunar.


Fundi slitið kl. 10:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?