Fara í efni

Bæjarráð

10. júní 2021

Fimmtudaginn 10. júní, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 6 mætti Ari Eyberg Sævarsson.

Undir lið nr. 7 mætti Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi frá Intellecta.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárstreymisyfirlit apríl 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlitið fyrir apríl mánuð ársins 2021.

  2. Málsnúmer 2021060043 Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
    Bréf forsætisráðuneytisins dags. 28.05.2021, vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Lagt fram og vísað til sviðstjóra fjölskyldusviðs.

  3. Málsnúmer 2021060031 - Ársskýrsla og reikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis 2020.
    Ársskýrsla og reikningar ársins 2020 lagðir fram.

  4. Málsnúmer 2021050256 - Fjölnota knatthús KR.
    Bréf borgarstjóra dags. 31.05.2021, varðandi viðræður um fjölnota knatthús KR lagt fram. Ákveðið að formaður bæjarráðs Magnús Örn Guðmundsson ræði við Ómar Einarsson sviðsstjóra ÍTR.

  5. Málsnúmer 2021060021 - Launaþróun sveitarfélaga.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1.6.2021, varðandi launaþróun sveitarfélaga lagt fram.

  6. Stytting vinnuviku.
    Ari Eyberg mannauðsstjóri fór yfir niðurstöður viðhorfskönnunar á áhrifum styttingu vinnuvikunnar sem gerð var hjá dagvinnufólki hjá bænum.

  7. Málsnúmer 2021060042 - Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
    Bæjarstjóri og fulltrúi Intellecta kynnti ráðningarferli. Alls sóttu 7 umsækjendur um starfið. Bæjarráð er samhljóða að gera að tillögu sinni að leggja til við bæjarstjórn að Brynjar Þór Jónasson verði ráðinn í starf sviðstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar.

Fundi slitið kl. 9:05
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?