Þriðjudaginn 14. september, 2021 og hófst hann kl. 08:15.
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.
Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr.4 mætti Baldur Pálsson sviðstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Dagskrá:
- Fjárstreymisyfirlit janúar - júlí 2021.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2021.
- Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022.
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir drög að forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Fjármálastjóri falið að vinna áfram með drögin.
- Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árið 2021 (2021-2024) - lántaka.
Fjármálastjóri kynnti grænt lán fyrir Hitaveitu Seltjarnarness hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn, til að fjármagna endurborun á borholu 4 að fjárhæð kr. 450.000.000.- verðtryggt með föstum vöxtum. Lánið er jafngreiðslulán til ársins 2040. Lánasamningur lagður fram til kynningar.
- Inntaka barna á leikskóla Seltjarnarness.
Sviðstjóri fjölskyldusviðs Baldur Pálsson fór yfir inntöku barna á Leikskóla Seltjarnarness í haust og gerði grein fyrir ferlinu frá því í vor til dagsins í dag. Baldur fór yfir stöðuna í dag á ráðningum og þess gætt að foreldrar verði upplýstir jafnóðum.
- 2021090013 – Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, dags. 30.08.21.
Bæjarstjóri upplýsti um örfund á vegum SSH sem var sl. föstudag þar sem farið var nánar yfir verkferla við innleiðingu laganna hjá sveitarfélögum. Lagt fram.
- 2021090032 - Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Lagt fram.
- 2021080246 - Kortlagning búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.
- 2021090026 - Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Ness.
Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarstyrk vegna æfingaaðstöðu inni í fjárhagsáætlun ársins 2022 í kr. 750.000.- á mánuði, einnig eingreiðslu til standsetningar nýrra æfingaaðstöðu að fjárhæð kr. 18.000.000.- sem greiðist 15.1.2022. Fjármálastjóra falið að uppfæra nýjan samning við Golfklúbbinn.
- 2020120220 - Okkar Nes 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið, lagt til að könnun verði lögð fram í janúar 2022.
- Opið bókhald.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins, verkefnið verður kynnt frekar á næsta fundi bæjarráðs.
- Miðlæg gátt með fundargerðum.
Fjármálastjóri fór yfir stöðuna, sem er nú þegar komið af stað og munu allar nefndir að taka þetta upp á næstu fundum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 10:25