Fara í efni

Bæjarráð

14. september 2021

Þriðjudaginn 14. september, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.4 mætti Baldur Pálsson sviðstjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Dagskrá:

 1. Fjárstreymisyfirlit janúar - júlí 2021.
  Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fjárstreymisyfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2021.

 2. Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022.
  Fjármálastjóri bæjarins fór yfir drög að forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

  Fjármálastjóri falið að vinna áfram með drögin.

 3. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árið 2021 (2021-2024) - lántaka.
  Fjármálastjóri kynnti grænt lán fyrir Hitaveitu Seltjarnarness hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn, til að fjármagna endurborun á borholu 4 að fjárhæð kr. 450.000.000.- verðtryggt með föstum vöxtum. Lánið er jafngreiðslulán til ársins 2040. Lánasamningur lagður fram til kynningar.

 4. Inntaka barna á leikskóla Seltjarnarness.
  Sviðstjóri fjölskyldusviðs Baldur Pálsson fór yfir inntöku barna á Leikskóla Seltjarnarness í haust og gerði grein fyrir ferlinu frá því í vor til dagsins í dag. Baldur fór yfir stöðuna í dag á ráðningum og þess gætt að foreldrar verði upplýstir jafnóðum.

 5. 2021090013 – Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, dags. 30.08.21.
  Bæjarstjóri upplýsti um örfund á vegum SSH sem var sl. föstudag þar sem farið var nánar yfir verkferla við innleiðingu laganna hjá sveitarfélögum. Lagt fram.

 6. 2021090032 - Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
  Lagt fram.

 7. 2021080246 - Kortlagning búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
  Lagt fram.

 8. 2021090026 - Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Ness.
  Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarstyrk vegna æfingaaðstöðu inni í fjárhagsáætlun ársins 2022 í kr. 750.000.- á mánuði, einnig eingreiðslu til standsetningar nýrra æfingaaðstöðu að fjárhæð kr. 18.000.000.- sem greiðist 15.1.2022. Fjármálastjóra falið að uppfæra nýjan samning við Golfklúbbinn.

 9. 2020120220 - Okkar Nes 2021.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið, lagt til að könnun verði lögð fram í janúar 2022.

 10. Opið bókhald.
  Fjármálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins, verkefnið verður kynnt frekar á næsta fundi bæjarráðs.

 11. Miðlæg gátt með fundargerðum.
  Fjármálastjóri fór yfir stöðuna, sem er nú þegar komið af stað og munu allar nefndir að taka þetta upp á næstu fundum.


Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 10:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?