Fara í efni

Bæjarráð

28. október 2021

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 28. október 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Einnig sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

  1. 2021080029 - Fjárhagsáætlun 2022 (2022-2025).
    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 og árin 2023-2025, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.

    Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 er rekstrarniðurstaða kr. 1.508.765,-

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2022 (2022-2025) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 10. nóvember 2021.

  2. 2021100128 - Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2021-2022.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.10.2021 varðandi staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga frá hag- og upplýsingasviði fyrir árin 2021 og 2022. Lagt fram.

  3. 2021100094 - Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.
    Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11.10.2021 vegna breytinga á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga er fjallar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Lagt fram. Fjármálastjóra falið að afla upplýsinga um nefndarlaun í kraganum.

  4. 2021100089 - Breyting á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14.10.2021 varðandi viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnun. Lagt fram.

  5. 2021100133 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2022.
    Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 20.10.2021 varðandi breytingu á gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 15.10.21 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  6. 2021100159 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2021.
    Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 22.10.2021 varðandi ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2021, hlutur bæjarins kr. 1.400.400.- lagt fram.

  7. 2021100148 - Sorpa bs. - Fjárhagsáætlun 2022-2026.
    Lögð fram rekstraráætlun 2022-2026 samþykkt á stjórnarfundi Sorpu bs. 21.10.2021, kostnaður vegna endurvinnslustöðva. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun Sorpu og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

  8. 2021100092 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - Fjárhagsáætlun 2022.
    Lögð fram rekstraráætlun 2022 samþykkt á fundi samstarfsnefndar 06.10.2021. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun samstarfsnefndar skíðasvæðanna og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

  9. 2021100091 - Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2022.
    Lögð fram rekstraráætlun 2022 fyrir svæðisskipulagsnefndar og svæðisskipulagsstjóra. Bæjarráð staðfestir rekstraráætlun svæðisskipulagsnefndar og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

  10. 2021100090 - Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu - Fjárhagsáætlun 2022.
    Lögð fram rekstraráætlun 2022 samþykkt á fundi samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu höfuðborgarsvæðisins 06.10.2021. Bæjarráð samþykkir rekstraráætlun samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu og vísar erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið 08:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?