Fara í efni

Bæjarráð

27. janúar 2022

Haldinn á Teams,

Fimmtudaginn 27. janúar 2022 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir , aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður, Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Gengið var til dagskrár og fyrir var tekið:

  1. Málaflokkayfirlit Janúar - Nóvember 2021

    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2021.

  2. 2022010319 - Skíðasvæðin, samstarfssamningur um rekstur – 2104008
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 14.01.2022 varðandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  3. 2022010325 - Samræming úrgangsflokkunar
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.01.2022 varðandi skýrslu starfshóps SSH um sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og samræmingu úrgangsflokkunar. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri kynnti skýrsluna og tillögur verkefnahópsins fyrir bæjarstjórn 26.1.2022. Bæjarráð tekur jákvætt í áframhaldandi vinnu og vísar málinu til umfjöllunar umhverfisnefndar.

  4. 2021120144 - Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - Sóknaáætlun 2020-2024
    Bæjarstjóri fór yfir málið sem hefur verið á dagskrá bæjarráðs áður. Bæjarráð samþykkir samningsdrög um áframhald verkefnisins og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið. Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Eddu Jónsdóttur og Guðmund Ara Sigurjónsson í stefnuráð.

  5. 2022010324 - Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. 20.01.2022. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar til skipulags- og umferðarnefndar og umhverfisnefndar.

  6. 2022010101 - Tilkynning um öryggisbrest hjá Strætó bs.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram.

  7. 2022010076 - Erindi til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra bólusetninga 6-11 ára barna
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram.

  8. 2022010018 - Styrkbeiðni Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins
    Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.- styrk.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið 9:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?