Fara í efni

Bæjarráð

24. mars 2022

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 24. mars, 2022 kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarstjóri, Ásgerður Halldórsdóttir og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri. Karl Pétur Jónsson kom 8:40.

Einnig sat fundinn Brynjar Þór Jónasson sviðstjóri Skipulags- og umferðarsviðs undir liðum 6 og málsnúmeri 2020090143.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

Dagskrá:


1. Málaflokkayfirlit febrúar 2022

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir febrúar mánuð.


2. 2022030080 - Málefni skíðasvæðanna

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi viðauka við samkomulag um framkvæmdir á skíðasvæðum, dags. 14.3.2022.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við samkomulag um framkvæmdir á skíðasvæðum sem gerir m.a. ráð fyrir kaupum á nýrri stólalyftu í Skálafelli. Bæjarstjóra er falið ótakmarkað umboð til undirritunar viðaukans.


3. 2022030077 - Heimilislausir með fjölþættan vanda

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda, dags. 11.3.2022.

Bæjarráð samþykkir að Seltjarnarnesbær taki þátt í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um sameiginlega ráðningu á verkefnastjóra er vinni að undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd verkefnis er varðar búsetuúrræði fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Náist samkomulag um verkefnið er bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka vegna kostnaðar.


4. 2022010445 – Þorrablót Gróttu styrkbeiðni.

Bæjarráð tekjur jákvætt í erindi félagsins og samþykkir eingreiðslu að fjárhæð kr. 3 mkr. vegna Covid 19, þorrablóts og afmælishátíðar.


5. 2022030132 - Endurbætur á skólalóð Mýrarhúsaskóla

Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins. Óskað er eftir að sviðstjóri umhverfissviðs skoði málið með nýjum garðyrkjustjóra.


6. 2022020196 - Nesvegur - malbikun 2022

Opnun tilboða í malbikun á Nesvegi, lögð fram eftirfarandi tilboð:

Malbikunarstöðin Höfði hf. 42.040.000.-

Malbikunarstöðin ehf. 48.186.700.-

Loftorka Reykjavík hf. 48.590.000.-

Colas Ísland hf. 50.720.140.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Höfði hf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.


Viðauki við fjárhagsáætlun:

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 42.040.000,- auk annars kostnaður áhaldahúss kr. 5.000.000.- samtals kr. 47.040.000.- vegna gatnaframkvæmda við Nesveg. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 1 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.


Fundi slitið kl. 8:54

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?