Fara í efni

Bæjarráð

07. apríl 2022

Bæjarráð fundur nr. 130 Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 7. apríl, 2022 kl. 08:15

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Gestur fundarins undir lið 1 Sturla Jónsson löggiltur endurskoðandi frá Grant Thornton.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

Dagskrá:


1. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2021.

Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi frá Grant Thornton mætti á fund bæjarráðs. Sturla Jónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2021, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021, samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fyrri umræða er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 27. apríl og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 11. maí 2022.


2. 2021110055 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.3.2022 varðandi átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Lagt fram.


3. 2022030218 - Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.3.2022 varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. Lagt fram.


4. 2022030198 - Nýr flygill - Tónlistarskólinn.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja flygil Tónlistarskólans og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með skólastjóra.


5. 2022040034 - Undirbúningur flutnings Fögrubrekku af Ráðhúsreit.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa og flytja Fögrubrekku svo hægt sé að undirbúa byggingu nýs leikskóla á Ráðhúsreit í samstarfi við skólastjórnendur og annað fagfólk.


Fundi slitið kl. 8:54

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?