Fara í efni

Bæjarráð

24. október 2022

135. fundur haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, mánudaginn 24. október 2022 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson


Fyrir var tekið:

1. 2022100085 - Kynning á áfangastofu höfuðborgarsvæðisins

Lagt fram til kynningar


2. 2022100096 - Húsnæðis- og mönnunarmál Skjóls og Frístundar

Bæjarstjóra og sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið með hagaðilum.


3. 2022100008 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - Fjárhagsáætlun 2023

Lögð fram


4. 2022090217 - Áskorun Félags atvinnurekanda, Húseigendafélagsins og Landssamband eldri borgara - vegna fasteignamats

Lagt fram


5. 2022080100 - Leikskóli Seltjarnarness - leigusamningur um smáhýsi

Bæjarstjóra veitt heimild til að undirrita fyrirliggjandi samning.


6. 2022100147 - Áramótabrenna 2022

Bæjaráð ákveður að brenna verði næstu áramót og vísar til umhverfisnefndar.


7. 2022100160 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2023

Lögð fram.


8. 2022050106 - Brotthvarf úr framhaldsskólum

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. maí 2022 lagt fram.

Málinu vísað til fræðslu- og fjölskyldunefnda.


9. 2022100165 - Seltjarnarnesbær 50 ára kaupstaðaréttindi 2024 - afmælisdagur 9. apríl.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið og vísar til menningarnefndar.


10. 2022100192 - Erindi Strætó bs til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga

Erindi til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga til Strætó bs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fjárframlag til Strætó bs. fyrir árið 2022 verði hækkað um kr. 9.599.428 í samræmi við tillögu eigendafundar Strætó bs. Samþykktin er með fyrirvara um að öll aðildarsveitarfélög að byggðasamlaginu samþykki tillögu um hækkun á framlagi til Strætó bs.

Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna hækkunarinnar.


11. Rekstraryfirlit Janúar - September 2022

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir málaflokkayfirlit fyrir janúar - september mánuð.


Fleira ekki tekið fyrir


Fundi slitið 09:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?