Fara í efni

Bæjarráð

04. nóvember 2022

136. fundur Bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, Föstudaginn 4. nóvember 2022 og hófst hann kl. 07:50.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson


Fyrir var tekið:

1. 2022090177 - Fjárhagsáætlun 2023

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023 og árin 2024-2026, ásamt framkvæmdayfirliti.

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023 er kr. -33.577.571,-

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2023 (2023-2026) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 23. nóvember 2022.


2. 2022110016 - Fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2023 - Heilbrigðiseftirlitið

Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og samþykkir gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsgjalds og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.


3. 2022090218 - Grænn stígur ofan höfuðborgarsvæðisins

Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd


4. 2022100197 - Breytingar á orlofi - kjarasamningar

Lagt fram


5. 2022100191 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2022

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þar sem fram kemur að ágóðahluti Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 er að fjárhæð kr. 778.000.


Fleira ekki tekið fyrir


Fundi slitið 08:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?