Fara í efni

Bæjarráð

137. fundur 13. desember 2022

Haldinn var 137. fundur Bæjarráðs í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, þriðjudaginn 13. desember 2022 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

1. Rekstraryfirlit janúar - október 2022
Fjármálastjóri bæjarins fór yfir rekstraryfirlitt fyrir fyrstu 10 mánuði.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 366.855.000,- vegna launbreytinga skv. nýjum kjarasamningum, kostnaðaraukningu vegna leikskólabarna í leikskólum í öðrum sveitarfélögum, veikindaforfalla, vegna starfslokasamninga og fjármagnsliða . Einnig auknar tekjur að upphæð kr. 106.285.000,- sem eru vegna aukinna útsvarstekna.

3. 2021120144 - Minnisblað framkvæmdastjóra SSH -Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir þátttöku og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bókun frá meirihluta:

Þó að búið sé að færa rök fyrir Áfangastofu höfuðborgarsvæðisins, og önnur sveitarfélög hafa samþykkt, er mikilvægt að átta sig á gríðarlegu umfangi stofnunarinnar. Þannig er gert ráð fyrir að árleg framlög sveitarfélaganna verði samtals 120 milljónir kr. á árinu 2024. Í minnisblaði SSH, frá 5. desember sl., er lagt til að samningar sveitarfélaganna við sjálfseignarstofuna, þegar henni verður komið á fót, verði gerðir til tveggja ára í senn. Að tveimur árum liðnum er brýnt að bærinn meti kosti og galla þess að vera áfram hluti af verkefninu auk þess sem starfsemi og áætlanir verði rýndar að nýju.

Magnús Örn Guðmundson
Ragnhildur Jónsdóttir

4. 2022100160 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2023.
Samþykkt.

5. 2022110172 - Tillaga að loftlagsstefnu - SSH
Lögð fram.
Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar

6. 2022120076 - Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar
Bæjarráð samþykkir og vísar til bæjarstjórnar.

7. 2022120080 - Þátttaka í sameiginlegu spjallmenni sveitarfélaga - stafræn umbreyting / þróun sveitarfélaga.
Lagt fram.

Bæjarráði líst vel á verkefnið og stefnt er að því að fá frekari kynningu á næsta ári.

8. 2022110079 - Skýrsla stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2020-2022.
Lögð fram.

9. 2022110157 - Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Lögð fram.

10. 2022090259 - Bókun um skipulagsáætlun og framkvæmdaleyfi til skógrækta
Lögð fram.

11. Minnisblað bæjarstjóra - skipan í vinnuhóp um byggingu leikskóla
Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

12. 2022120077 - Tímabundinn viðauki við ráðningarsamning Bæjarstjóra Seltjarnarness fyrir árið 2023
Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bókun:

Við leggjum til að bæjarfulltrúar taki á sig 5% launalækkun fyrir setu sína í bæjarstjórn frá og með 1. janúar nk. Ákvörðunin gildir ekki um nefndarlaun, er tímabundin og gildir eingöngu fyrir árið 2023. Með því sýna bæjarfulltrúar gott fordæmi í þeim hagræðingaraðgerðum sem við blasa í rekstri bæjarins.

Magnús Örn Guðmundson
Ragnhildur Jónsdóttir

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið 09:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?