Fara í efni

Bæjarráð

138. fundur 26. janúar 2023

Haldinn var 138. fundur Bæjarráðs í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunni við Austurströnd 2, fimmtudaginn 26. janúar 2023 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Einnig sat fundinn undir lið 3 mætti Davíð Þorláksson

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

1. Samningur um stofnun Áfangastaðastofu - Drög stofnsamnings

Þór Sigurgeirsson, bæj­ar­stjóri Seltjarnarnes­bæj­ar, veitt fullt og ótak­mark­að um­boð til undirritunar samningsins.

2. Bygginganefnd leikskóla - fundargerð nr. 1

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna.

3. Betri samgöngur - sex mánaða skýrsla og staða verkefna

Davíðs Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna fór yfir sex mánaða skýrslu og stöðu verkefnisins.

4. Lántaka vegna fjárfestinga

Bæj­ar­ráð Seltjarnarnes­bæj­ar sam­þykk­ir að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um.

Bæj­ar­ráð Seltjarnarnesbæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­tak­an til fjár­mögn­un­ar fjár­fest­ing­a ársins 2022.

Jafn­framt er Þór Sigurgeirsson, bæj­ar­stjóra Seltjarnarnes­bæj­ar, veitt fullt og ótak­mark­að um­boð til þess f.h. Seltjarnarbæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að mót­taka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengj­ast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

5. Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2022

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir rekstraryfirlitt fyrir fyrstu 11 mánuði.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið 09:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?