Fara í efni

Bæjarráð

140. fundur 16. mars 2023

140. fundur Bæjarráðs var Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 08:15.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Karen María Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi, og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson

Fyrir var tekið:

1. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2022

Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi frá Grant Thornton mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2022, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.

Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 með breytingum sem komu fram á fundinum, samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fyrri umræða er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 22. mars og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2023.

2. 2023020195 - Samráðsskylda sýslumanns höfuðborgarsvæðisins

Í bréfinu er vísað til samráðskyldu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við sveitarfélögin, sbr. 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði nr. 50/2014 og óskað eftir fundi með kjörnum fulltrúum Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að verða við beiðni sýslumanns um samráðsfund.

3. Fundargerðir stjórnar orkusveitarfélaga

Fundargerðir nr. 55, 56 og 57 lagðar fram.

4. Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga

Fundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 31. mars, 2023 lagt fram.

5. Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi hækkun á áætluðum framlögum vegna málefna fatlaðs fólks, dags. 17. febrúar, 2023.

Lagt fram og fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2023.

6. 2023010166 - Vinnuhópur um byggingu leikskóla

Fundargerðir nr. 3, 4 og 5 lagðar fram.

7. Viðhaldsamningur við Vigdísarholt

Bæjarráð samþykkir viðauka við samning milli Seltjarnarnesbæjar og Vigdísarholts um viðhald á Seltjörn.

Vigdísarholt mun alfarið sjá um allt viðhald á húsnæði hjúkrunarheimilisins Seltjarnar.

8. Rekstraryfirlit janúar 2023

Fjármálastjóri lagði fram rekstraryfirlit fyrir janúar 2023.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?